ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Útvarp Akranes hlaut menningarverðlaun Akraness 2019

Útvarp Akranes hlaut menningarverðlaun Akraness 2019

25/10/19

menningarverdlaun

Útvarp Akranes hlaut menningarverðlaun Akraness 2019 en útvarpið hefur verið fastur liður í aðventu Akurnesinga í 30 ár. Útvarp Akraness hefur á hverju ári boðið upp á fjölbreytta og áhugaverða dagskrá og fær til liðs við sig fólk víða úr samfélaginu sem gerir útvarpið skemmtilegt og áhugavert en hefur einnig mikið sögulegt gildi með því að varðveita augnabliksmyndir af mannlífinu á Akranesi á hverju ári.

Það voru þeir Ólafur Páll Gunnarsson formaður menningar- og safnanefndar og Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri sem afhendu stjórn Sundfélags Akraness og útvarpsnefnd viðurkenningu þessu til staðfestingar ásamt verðlaunagrip eftir listakonuna Kolbrúnu Kjarval.

Íþróttabandalag Akraness óskar Sundfélagi Akraness innilega til hamingju með verðskuldaðan heiður sem sýnir að íþróttastarf getur haft áhrif á öðrum sviðum samfélagsins þegar saman fara góðar hugmyndir og duglegt og ósérhlífið fólk.

Sjá nánar á vef Akraneskaupstaðar: https://www.akranes.is/is/frettir/utvarp-akranes-hlaut-menningarverdlaun-akraness-2019

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content