Slöbbum saman 15. jan. til 15. feb.

Slöbbum saman er verkefni sem Landlæknisembættið, ÍSÍ, UMFÍ og Sýn fara nú af stað með og miðar að því að fá fólk til að hreyfa sig. Við viljum  hvetja landann til að fara út og labba en þar sem færðin vinnur ekki alltaf með okkur á þessum árstíma höfum við húmorinn með og ætlum því […]

Nýr framkvæmdastjóri FIMÍA

Eyrún Reynisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Fimleikafélags Akraness og tók hún formlega til starfa mánudaginn 10 janúar s.l. Eyrún er með BSc gráðu í íþróttafræðum og með MS gráðu í Markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Eyrún hefur reynslu af þjálfun og markaðsmálum frá sínum fyrri störfum og vel inni í fimleikaíþróttinni. Hún starfað sem markaðs- og mannauðsfulltrúi […]

Nýtt myndband – Íþróttalíf á Akranesi

Árið 2019 fékk Íþróttabandalag Akraness, með fjárstyrk frá Akraneskaupstað, Kristinn Gauta Gunnarsson til að að gera myndbönd með öllum þeim íþróttagreinum sem stundaðar eru í aðildarfélögum ÍA. Myndböndin verða 20 talsins, eitt fyrir hvert 19 aðildarfélaga ÍA og eitt sem er sambland allra aðildarfélaga ÍA og frumsýnt var á í útsendingu IATV frá kjöri Íþróttamanns […]

Íþróttamaður Akraness 2021

Kristín Þóhallsdóttir kraftlyftingakona  var kjörin Íþróttamaður Akraness fyrir árið 2021 Er þetta annað árið í röð sem Kristín er valin. Fékk hún nýjan bikar afhentan Helga Dan bikarinn við þetta tækifæri. Í öðru sæti var Enrique Snær Llorens Sigurðsson sundmaður Í þríðja sæti var Drifa Harðardóttir badmintonkona. Óskum öllum þessum aðilum innilega til hamingju með […]

Tímamót í kjöri íþróttamanns Akraness

Upprunin eru tímamót í kjöri Íþróttamanns Akraness, en nýr verðlaunagripur verður tekinn í notkun og afhentur í fyrsta skipti þegar kjör íþróttamanns Akraness verður tilkynnt 6. janúar n.k.. Þá verður sá gamli lagður til hliðar til varðveislu hjá ÍA. Sá gamli, Friðþjófsbikarinn hefur verið afhentur í alls 30 skipti. Frá árinu 1977 hefur kjörið verið […]

Kristín valin Kraftlyftingakona ársins hjá KRAFT

Kristín Þórhallsdóttir hjá Kraftlyftingafélagi Akraness var valin nú á dögunum Kraftlyftingamaður/kona ársins hjá Kraftlyftingasambandi Íslands. Hún var einnig tilnefnd í kjör íþróttafréttamanna um val á Íþróttamanni ársins og er þar í topp 10. Til hamingju Kristín

Kjör Íþróttamanns Akraness

Hið árlega kjör Íþróttamanns Akraness hefst á morgun þriðjudag 28.12 og stendur kosning til og með 03.01.2022. Vegna COVID-19 þá er það annað árið í röð sem ekki öll aðildarfélög ÍA geta verið með tilnefningar í þetta kjör Ekki var hægt að halda alla þá viðburði sem áætlaðir voru árið 2021. Úrslit verða kunngerð þann […]

Meistarar ÍA

ÍA hefur á stuttum tíma eignast nokkra meistara Þær Drífa Harðardóttur Badminton og Kristín Þórhallsdóttir Kraftlyftingar eru þær nýjustu. Það er stutt síðan Drífa tryggði sér heimsmeistara titla á Spáni eða þann 4. desember sl. Í tvenndarleik ásamt dönskum meðspilara og síðar sama dag í tvíliðaleik þá ásamt Elsu Nielsen. Kristín Þórhallsdóttir tryggði sér evrópumeistaratitil […]