Þing ÍA var haldið 25.apríl s.l.

Ársþing ÍA var haldið 25. Apríl síðast liðinn í Tónbergi sal Tónlistarskólans. Þing ÍA hafa verið haldin í þessum sal síðustu ár og er mikil ánægja stjórnar ÍA með þennan sal. Þingið gekk vel að mati stjórnar ÍA, þó svo að nokkur atriði fyrir þing hafi ekki alveg gengið upp eins og áætlanir gerðu ráðfyrir […]

Göngum í Skólann 2022

Nú styttist í að verkefnið Göngum í skólann (www.iwalktoschool.org) hefjist en það verður sett ísextánda sinn 7. september næstkomandi og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólanndeginum miðvikudaginn 5. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sérvirkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt […]

Klifurþjálfari óskast

Klifurfélag ÍA leitar eftir þjálfara fyrir komandi haustönn til að taka þátt í starfi félagsins. Vinnutími samkomulagsatriði.

Parkourþjálfari óskast

Fimleikafélag ÍA Akranesi óskar eftir að ráða inn parkour þjálfara 3-5 daga í viku. Vinnutími er eftir samkomulagi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf ca. 22-26. ágúst 2022. Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á eyrun@ia.is . Hægt er að fá frekari upplýsingar um starfið með því að senda fyrirspurn á yfirþjálfara félagsins, Þórdísi á thordis@ia.is.

100 ára knattspyrnusaga Akraness

Í haust kemur út bókin Knattspyrnubærinn: 100 ára knattspyrnusaga Akraness eftir sagnfræðinginn og Skagamanninn Björn Þór Björnsson. Í bókinni verður saga knattspyrnunnar rakin allt frá því Knattspyrnufélagið Kári, fyrsta knattspyrnufélag Akraness, var stofnað árið 1922 og allt til dagsins í dag. Um er að ræða veglegt rit í stóru broti prýtt fjölda mynda sem tengist […]

Undirritaður nýr samningur

Undirritaður hefur verið nýr samningur um rekstur og samskipti Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness. Markmið samnings þessa er að viðhalda öflugu samstarfi kaupstaðarins og ÍA í því skyni að íþróttastarf á Akranesi verði áfram þróttmikið, æsku og almenningi á Akranesi til heilla. Eins og áður er áhersla lögð á forvarna- og uppeldisgildi íþrótta og virka samvinnu […]

Ársþing ÍA

78. ársþing ÍA var haldið mánudaginn 25. apríl s.l. kl. 18 Dagskrá þingsins var með hefðbundnu sniði og samkvæmt lögum. Marella Steinsdóttir formaður setti þingið og fór yfir ársskýrslu Íþróttabandalagsins. Erla Ösp Lárusdóttir gjaldkeri fór yfir reikninga Íþróttabandalagsins, Íþróttabandalagið skilaði rúmlega fimm milljóna hagnaði sem skýrist mest af skertri starfssemi síðasta árs og ekki var […]

Ársþing ÍA

Ársþing ÍA verður haldið í dag 25. apríl kl. 18 í sal Tónlistarskólans Tónbergi. Ársþingið er fulltúraþing aðildarfélga ÍA. Ársskýrsla framkvæmdastjórnar ÍA 2021 Önnur gögn er hægt að nálaga undir flipanum Ársþing hérna á heima síður ÍA.