78. ársþing ÍA var haldið mánudaginn 25. apríl s.l. kl. 18
Dagskrá þingsins var með hefðbundnu sniði og samkvæmt lögum.
Marella Steinsdóttir formaður setti þingið og fór yfir ársskýrslu Íþróttabandalagsins.
Erla Ösp Lárusdóttir gjaldkeri fór yfir reikninga Íþróttabandalagsins,
Íþróttabandalagið skilaði rúmlega fimm milljóna hagnaði sem skýrist mest af skertri starfssemi síðasta árs og ekki var að halda halda þá fyrirlestar og fara í þá fræðslu sem áætluð var.
Hægt er að nálgast ársskýrslu og reikninga inni á síðunni ársþing.
Gestir ávörpuðu þingið, Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ flutti kveðjur frá ÍSÍ, Bára Daðadóttir formaður Skóla og frístundaráðs og Guðmunda Ólafsdóttir flutti kveðjur frá UMFÍ.
11 aðilar fengu afhent Bandalagsmerki og óskar Íþróttabandalagið þeim öllum innilega til hamingju.
Í fyrsta skipti voru afhent samfélagsviðurkenning, er það viðurkenning og þakkir til fyrirtækis sem styðja vel við bakið á íþróttafélögum og Íþróttabandalagið.
Fyrsta fyrirtækið sem tók við þessum þakkar verðlaunum er fyrirtækið ÞÞÞ sem hefur í áraraðir stutt vel við bakið á íþróttalífi á Akranesi og eins við Íþróttabandalagið sjálft.
Stjórn ÍA tók ákvörðun um að hafa þetta árlegt og eitt fyrirtæki á ári.
Stjórn tók breytingum þar sem Marella Steinsdóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formannssetu.
Marellu var þakkað allt samstarf sem formaður, hún gaf kost á sér í setu varastjórnar ÍA og var kjörin í það.
Hrönn Ríkharðsdóttir sitjandi varaformaður bauð sig fram og var hún kjörin með lófaklappi salarinns.
Emelía Halldórsdóttir var kjörin varaformaður einnig með lófaklappi og aðrir í stjórn voru kjörin
Erla Ösp Lárusdóttir
Heiðar Mar Björnsson
Gyða Björk Bergþórsdóttir
Gísli Karlsson og Líf Lárusdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi til starfa og þeim þakkað fyrir allt þeirra starf í þágu ÍA
Varastjórn skipa
Trausti Gylfason og Marella Steinsdóttir
Undir liðnum önnur mál tók m.a. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri til máls, ásamt fleirum.