Íþróttamaður Akraness 2023 Tilnefningar

Þann 6. janúar næstkomandi verður tilkynnt um val á Íþróttamanni Akraness árið 2023. Kjör Íþróttamanns Akraness verður áfram með sama sniði og seinast en  streymt verður í gegnum ÍATV frá Garðavöllum í kjölfar flugeldasýningarinnar. Opnað hefur verið fyrir kosningu HÉR í þjónustugátt Akraneskaupstaðar og er kosningin opin frá 28. desember til og með 4. janúar. […]

Ráðstefna: Vinnum gullið – dagskrá og streymi

Mennta- og barnamálaráðuneytið, í samstarfi við ÍSÍ, UMFÍ og Samband íslenskra sveitarfélaga, boðar til ráðstefnunnar Vinnum gullið – ný stefna í afreksíþróttum á Íslandi mánudaginn 20. nóvember kl. 9-16 í Gullteig á Grand Hótel Reykjavík og í streymi. Á ráðstefnunni verða kynnt áform um eflingu afreksíþróttastarfs á Íslandi með bættri aðstöðu, stuðningi og réttindum fyrir […]

Syndum – Landsátak í sundi 2023

Íþróttabandalag Akraness (ÍA) og Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) vekur athygli á að Syndum – landsátak í sundi verður sett með formlegum hætti miðvikudaginn 1. nóvember kl. 09:30 í Sundlaug Kópavogs. Syndum sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir er heilsu- og hvatningarátak í sundi sem stendur frá 1.- 30. nóvember.  Markmiðið með Syndum er […]

LOKUN Á HLUTA ÍÞRÓTTAHÚSSINS VIÐ VESTURGÖTU VEGNA ÓFULLNÆGJANDI LOFTGÆÐA

Ath. Eftirfarandi fréttartilkynning er tekin af akranes.is Lokun á hluta íþróttahússins við Vesturgötu vegna ófullnægjandi loftgæða Fyrir liggur minnisblað Verkís um úttekt á húsnæði íþróttahússins við Vesturgötu sem framkvæmd var nú í september 2023. Úttektin leiddi í ljós ófullnægjandi rakavarnarlag í þaki, ónýtt byggingarefni í neðri hluta þaks, gaflveggjum og í veggjum ofan við áhorfendastúku. Einnig […]

Hreyfivika á Akranesi 23.-30. september

Hreyfivika ÍSÍ í samstarfi við ÍA og Heilsueflandi samfélag Akranes Dagana 23. september til 30. september 2023 verður Hreyfivika ÍSÍ haldin með pompi og prakt á Akranesi. ÍA og Heilsueflandi samfélag Akranes munu bjóða upp á margvíslega dagskrá þessa daga sem hvetur fólk til hreyfingar og hugsar til langtíma um heilsuna. Skemmtilegir viðburðir verða í […]

Fimleikafélag ÍA – Æfingatafla Haustönn’23

Við getum loksins birt stundatöfluna okkar fyrir Haustönn 2023. *Stundataflan er birt með fyrirvara um breytingar. Allar æfingar fara fram í fimleikasalnum í Íþróttahúsinu við Vesturgötu nema íþróttaskólinn er í íþróttasalnum. Nánari upplýsingar veitir Eyrún Reynisdóttir framkvæmdastjóri (eyrun@ia.is) / Þórdís Þöll Þráinsdóttir yfirþjálfari (thordis@ia.is) Skráning fer fram í gegnum sportabler síðu félagsins www.sportabler.com/shop/ia/fimia

Þing ÍA var haldið 25.apríl s.l.

Ársþing ÍA var haldið 25. Apríl síðast liðinn í Tónbergi sal Tónlistarskólans. Þing ÍA hafa verið haldin í þessum sal síðustu ár og er mikil ánægja stjórnar ÍA með þennan sal. Þingið gekk vel að mati stjórnar ÍA, þó svo að nokkur atriði fyrir þing hafi ekki alveg gengið upp eins og áætlanir gerðu ráðfyrir […]