ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagamenn mæta Víking Ó í toppslag Inkasso-deildarinnar

Skagamenn mæta Víking Ó í toppslag Inkasso-deildarinnar

07/09/18

#2D2D33

Meistaraflokkur karla fær Víking Ó í heimsókn í 20. umferð Inkasso-deildarinnar á morgun, laugardag. Leikurinn fer fram á Norðurálsvellinum og hefst kl. 14:00. Leikurinn er í boði Öskju, sem býður gestum upp á pyslu og gos fyrir leik. Kynntur verður nýr og glæsilegur Kia Ceed.

Um algjöran toppslag í deildinni er að ræða þar sem bæði lið eru í harðri baráttu um að komast í Pepsi-deildina á nýjan leik. Með sigri tryggir ÍA sér sæti í efstu deild en með sigri Víkinga harðnar toppbaráttan til mikilla muna. Því eru þrjú stig mikilvæg svo ÍA geti fagnað mikilvægum áfanga í átt að fara upp og vinna deildina.

Við hvetjum Skagamenn til að mæta á völlinn á morgun og styðja strákana til sigurs gegn Víkingum.

Edit Content
Edit Content
Edit Content