ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagastelpur fá Aftureldingu/Fram í heimsókn í Inkasso-deildinni

Skagastelpur fá Aftureldingu/Fram í heimsókn í Inkasso-deildinni

09/09/18

#2D2D33

Meistaraflokkur kvenna fær Aftureldingu/Fram í heimsókn í Inkasso-deildinni á morgun, mánudag. Leikurinn hefst kl. 19:15 og fer fram í Akraneshöllinni.

Hér er um síðasta heimaleik ÍA að ræða í sumar en nokkuð ljóst er orðið að Keflavík og Fylkir fara upp í Pepsi-deildina. Skagastelpur sigla lygnan sjó í þriðja sætinu sem er engu að síður virkilega góður árangur í sumar. Stelpurnar vilja samt enda síðasta leik sinn á heimavelli með stæl svo ekkert annað en þrjú stig koma til greina.

Við hvetjum Skagamenn til að mæta á völlinn á morgun og styðja stelpurnar til sigurs gegn Aftureldingu/Fram.

Edit Content
Edit Content
Edit Content