Þjálfarastyrkir auglýstir til umsóknar
Stjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi. Umsóknarfrestur er til 5. október og er upphæð hvers styrkjar að hámarki 100.000 krónur. Umsóknum skal skila […]
Skráning í keilu í Nóra

Nú er hægt að skrá í keilu í Nóra. Æfingatíma er hægt að sjá hér Nýir iðkendur eru hvattið til að koma og prufa þessa skemmtilegu íþrótt.
Skyndihjálparnámskeið fyrir þjálfara

ÍA ætlar að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið fyrir þjálfara og aðstoðarþjálfara aðildarfélaga íþróttabandalagsins. Námskeiðið er ætlað þeim þjálfurum sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Stutt og gott námskeið. Námskeiðið verður haldið þann 8. október frá kl 17:00 – 21:00 […]
Sýnum karakter – Um verkefnið

Hefur þú kynnt þér verkefnið „Sýnum karakter“ ? Verkefnið er á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) um þjálfun sálrænnar og félagslegrar færni barna og ungmenna í íþróttum. Hugmyndafræði þess byggir á að hægt sé að þjálfa og styrkja sálræna og félagslega færni iðkenda. Helsta markmiðið er því að hvetja þjálfara og íþróttafélög til að […]
Bocciaþjálfari óskast

Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Íþróttasjóði
Opið er fyrir umsóknir til 1. október 2018, kl. 16:00 Styrkir eru veittir til eftirfarandi verkefna: sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana útbreiðslu- og fræðsluverkefna , sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem stuðla að þátttöku barna af erlendum uppruna íþróttarannsókna verkefna samkvæmt 13. […]
Nýr bæklingur um þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) vekja athygli á nýútkomnum bæklingi sem hefur það að markmiði að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi. Markhópur efnisins eru foreldrar barna og ungmenna af erlendum uppruna. Í bæklingnum er að finna hagnýtar upplýsingar um starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga landsins. Sem […]
Ókeypis markþjálfun fyrir iðkendur ÍA
Iðkendum, þjálfurum og starfsmönnum, innan aðildarfélaga ÍA stendur nú til boða að nýta sér markþjálfun. Um er að ræða tímabundið verkefni sem er styrkt af Akraneskaupstað og ÍA. Boðið verður uppá: -Einstaklingssamtöl: sem sniðin eru að hverjum og einum einstaklingi. Unnið er í hverju máli sem markþeginn telur vera mikilvægt að vinna í og markþjálfinn […]
Lýðheilsugöngur á Akranesi

Akraneskaupstaður og Íþróttabandalag Akranes í samstarfi við Ferðafélag Íslands endurtaka leikinn frá síðasta ári og bjóða upp á lýðheilsugöngur alla miðvikudaga í september. Frábærir sjálfboðaliðar leiða göngurnar og verður frítt í sund að loknum göngum fyrir göngugarpa. Göngurnar hefjast alltaf kl. 18:00 og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum […]
Erindi um eðli, afleiðingar og viðbrögð við ofbeldi í starfsemi íþróttafélaga

Í kjölfar vinnu okkar við aðgerðaráætlun, viðbragðs- og fræðsluáætlun varðandi ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar boðum við alla þjálfara, starfsmenn og stjórnarmenn aðildarfélaga á fyrirlestur Hafdísar Ingu um „Ofbeldi í íþróttastarfi“. Erindi um eðli, afleiðingar og viðbrögð við ofbeldi í starfsemi íþróttafélaga Tími: Mánudagur 24. september kl. 19:30 að Jaðarsbökkum Þjálfarar, starfsmenn og […]