ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Lýðheilsugöngur á Akranesi

Lýðheilsugöngur á Akranesi

04/09/18

IMG_2455

Akraneskaupstaður og Íþróttabandalag Akranes í samstarfi við Ferðafélag Íslands endurtaka leikinn frá síðasta ári og bjóða upp á lýðheilsugöngur alla miðvikudaga í september. Frábærir sjálfboðaliðar leiða göngurnar og verður frítt í sund að loknum göngum fyrir göngugarpa. Göngurnar hefjast alltaf kl. 18:00 og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.

Á Akranesi verður dagskráin á þessa leið:

Miðvikudaginn 5. september
Lagt af stað frá bílastæðinu við Akrafjall kl 18:00 og gengið áleiðis að flugvélaflakinu í fjallinu. Ganga sem tekur um 90 mín. Fararstjórar eru Eydís Líndal Finnbogadóttir og Anna Bjarnadóttir.

Miðvikudaginn 12. september
Þróun byggðar. Lagt af stað frá Akratorgi kl. 18:00 og gengið um gamla bæinn. Skoðað verður hver þróun byggðarinnar hefur verið með hliðsjón af fyrsta staðfesta skipulagsupprættinum fyrir Akranes, sem staðfestur var árið 1927. Fararstjóri er Sindri Birgisson umhverfisstjóri.

Miðvikudaginn 19. september
Fjöruganga að Innsta-Vogsnes. Gengið er fram og til baka, u.þ.b. 90 mínútna ganga. Lagt af stað kl.18:00 frá Tjaldsvæðinu í Kalmansvík. Fararstjórar eru Hjördís Hjartardóttir og Hallbera Jóhannesdóttir.

Miðvikudaginn 26. september
Skógarganga í Slögu, skógræktarsvæði Skógræktarfélags Akraness. Lagt af stað frá Slögu í Akrafjalli kl 18:00. Gangan um Slöguna tekur ca 60 mínútur, eigum von á haustlitum og fræðumst um sögu skógræktar í Slögunni og möguleika hennar sem útivistarsvæðis. Fararstjóri er Katrín Leifsdóttir.

Muna að klæða okkur eftir veðri
Fjölmennum og höfum gaman!

Nánari upplýsingar hér:http://lydheilsa.fi.is/

Edit Content
Edit Content
Edit Content