Í kjölfar vinnu okkar við aðgerðaráætlun, viðbragðs- og fræðsluáætlun varðandi ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar boðum við alla þjálfara, starfsmenn og stjórnarmenn aðildarfélaga á fyrirlestur Hafdísar Ingu um „Ofbeldi í íþróttastarfi“. Erindi um eðli, afleiðingar og viðbrögð við ofbeldi í starfsemi íþróttafélaga
Tími: Mánudagur 24. september kl. 19:30 að Jaðarsbökkum
Þjálfarar, starfsmenn og stjórnarfólk aðildarfélaga ÍA eru velkomin.
Hafdís Inga Hinriksdóttir, félagsráðgjafi og fyrrum afrekskona í handbolta fjallar um ofbeldi innan íþrótta og hvernig bregðast eigi við ef slík mála koma upp. Hafdís er sérfræðingur Bjarkarhlíðar sem er miðstöð fyrir þolendur kynferðisofbeldis en hún hefur skrifað um og barist gegn ofbeldi innan íþrótta um árabil. Fyrirlesturinn tengist innleiðingu á stefnu og aðgerðaráætlun ÍA í málaflokknum.
Fyrirlestur Hafdísar er í boði Íþróttabandalags Akraness og Akraneskaupstaðar.
Vinsamlegast staðfestið fjölda þátttakenda frá ykkar félagi fyrir föstudaginn 21. september með því senda póst á ia@ia.is