ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Sýnum karakter – Um verkefnið

Sýnum karakter – Um verkefnið

10/09/18

karakter-limmidar-02

Hefur þú kynnt þér verkefnið „Sýnum karakter“ ?

Verkefnið er á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) um þjálfun sálrænnar og félagslegrar færni barna og ungmenna í íþróttum. Hugmyndafræði þess byggir á að hægt sé að þjálfa og styrkja sálræna og félagslega færni iðkenda. Helsta markmiðið er því að hvetja þjálfara og íþróttafélög til að leggja enn meiri og markvissari áherslu á að byggja upp góðan karakter hjá iðkendum og styrkja sálræna og félagslega eiginleika barna og ungmenna.

Það er von ÍSÍ og UMFÍ að verkefnið hjálpi þjálfurum og fleirum að tileinka sér aðferðir og leiðir til markvissrar þjálfunar karakters ungu kynslóðarinnar og beiti þeim í daglegu starfi sínu. Það er allra hagur.

Pistlum á vefsíðu Sýnum karakter er skipt í sex flokka; Áhugi, markmiðasetning, félagsfærni, sjálfstraust, leiðtogar og einbeiting.

Edit Content
Edit Content
Edit Content