Höfuðhögg í íþróttum – súpufundur

Miðvikudaginn 6. febrúar frá 12:00-13:00 munu ÍSÍ og KSÍ standa fyrir súpufundi á 3.hæð í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli. Viðfangsefnið er höfuðhögg/heilahristingur í íþróttum. Þar mun Lára Ósk Eggertsdóttir Classens sem er læknir á bráðamóttöku halda fyrirlestur og Ragna Margrét Brynjarsdóttir, mastersnemi í sálfræði og María Björnsdóttir sjúkraþjálfari segja reynslusögur, en þær eru báðar […]
Vorfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun
Vorfjarnám ÍSÍ í þjálfaramentun hefst mánudaginn 11. feb. nk. Við hvetjum ykkur til að skoða þetta og fríska upp á kunnáttuna. Nánari upplýsingar eru hér
Hátíðarsalur laus um fermingar
Hátíðarsalurinn á Jaðarsbökkum er laus til útleigu fermingarhelgina 6. – 7. apríl. Áhugasamir sendi tölvupóst á salarleiga@akraneskaupstadur.is Fyrstur kemur, fystur fær!
Eru íþróttir leikvangur ofbeldis?
Í tengslum við Reykjavik International Games 2019 standa Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Reykjavíkurborg, Ungmennafélag Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Háskólinn í Reykjavík fyrir ráðstefnu um íþróttir og ofbeldi. Ráðstefnan fer fram miðvikudaginn 30. janúar í Háskólanum í Reykjavík og svo verða vinnustofur um sama málefni fimmtudaginn 31. janúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Ráðstefnan […]

Nýtt ár hefst af krafti hjá okkur hjá ÍA því á næsta miðvikudag (9. janúar) Fáum við Jóhannes Guðlaugsson til að segja frá því hvernig hægt sé að nýta verkefnið „Sýnum Karakter“ betur í þjálfun. Jóhannes Guðlaugsson er Skagamaður og yfirþjálfari hjá ÍR en hann hefur nýtt mörg verkfæri og verkefni „Sýnum karakter“ í þjálfun. […]
Valdís Þóra er íþróttamaður Akraness 2018

Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins á Akranesi 2018 og er þetta þriðja árið í röð sem hún hlýtur titilinn. Hestaíþróttamaðurinn Jakob Svavar Sigurðarson varð annar í kjörinu og Stefán Gísli Örlygsson skotíþróttamaður varð þriðji. Þetta er í sjöunda sinn sem Valdís Þóra er efst í þessu kjöri komst […]
Myndarlegur stuðningur Skagans og Þorgeirs & Ellerts til ÍA annað árið í röð

Fyrirtækin Skaginn hf., Þorgeir & Ellert hf. og starfsmenn þeirra hafa enn á ný sýnt íþróttaiðkun barna og unglinga á Akranesi mikla velvild með því að styðja ÍA um þrjár milljónir króna. Á árinu 2018 var þremur milljónum úthlutað úr sjóði sem fyrirtækin lögðu fjármuni til og verður nú sama upphæð til skiptanna til að […]
Þrettándagleði og Íþróttamaður Akraness

Þrettándabrennan verður haldin sunnudaginn 6. janúar við þyrlupallinn á Jaðarsbökkum. Blysför hefst kl. 17 við Þorpið, Þjóðbraut 13. Björgunarfélag Akraness sér um brennuna og flugeldasýningu sem hefst um kl. 17:30. Að því loknu býður ÍA gestum í íþróttahúsið á Jaðarsbökkum þar sem val á Íþróttamanni Akraness 2018 verður tilkynnt.
Jólakveðja frá ÍA

Val á Íþróttamanni Akraness 2018

Þann 6. janúar næstkomandi verður tilkynnt um val á Íþróttamanni Akraness árið 2018. Athöfnin fer fram í Íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum að lokinni þrettándabrennu. Opnað hefur verið fyrir kosningu HÉR í íbúagátt Akraneskaupstaðar og er kosningin opin frá 21. desember til 2. janúar. Þátttakendur þurfa að auðkenna sig í innskráningu með rafrænum skilríkjum eða íslykli og skal […]