ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

07/01/19

karakter-limmidar-02

Nýtt ár hefst af krafti hjá okkur hjá ÍA því á næsta miðvikudag (9. janúar) Fáum við Jóhannes Guðlaugsson til að segja frá því hvernig hægt sé að nýta verkefnið „Sýnum Karakter“ betur í þjálfun.

Jóhannes Guðlaugsson er Skagamaður og yfirþjálfari hjá ÍR en hann hefur nýtt mörg verkfæri og verkefni „Sýnum karakter“ í þjálfun. Hann mun segja okkur frá sinni reynslu en erindi Jóa hentar fyrir allar íþróttagreinar og hvetjum við alla þjálfara, aðstoðarþjálfara og aðra áhugasama til að mæta.

Tími: Miðvikudagur 9. janúar kl. 20:00 að Jaðarsbökkum

Hér er viðburðurinn á Facebook, endilega deilið honum með ykkar starfsfólki, sérstaklega þjálfurum.

https://www.facebook.com/events/275969376409122/?notif_t=event_aggregate&notif_id=1546851689718317

„Sýnum karakter“ er átaksverkefni um þjálfun sálrænnar og félagslegrar færni barna og ungmenna í íþróttum. Hugmyndafræði verkefnisins byggir á að hægt sé að þjálfa og styrkja sálræna og félagslega færni iðkenda eins og líkamlega færni.   

Við hvetjum ykkur til að nýta vel þau erindi sem ÍA er að bjóða aðildarfélögum sínum að kostnaðarlausu. Til okkar eru að koma mjög góðir fyrirlesarar sem stuðla að aukinni þekkingu og menntun allra þeirra sem standa að íþróttaiðkun.

Edit Content
Edit Content
Edit Content