ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Eru íþróttir leikvangur ofbeldis?

Eru íþróttir leikvangur ofbeldis?

08/01/19

#2D2D33

Í tengslum við Reykjavik International Games 2019 standa Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Reykjavíkurborg, Ungmennafélag Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Háskólinn í Reykjavík fyrir ráðstefnu um íþróttir og ofbeldi.

Ráðstefnan fer fram miðvikudaginn 30. janúar í Háskólanum í Reykjavík og svo verða vinnustofur um sama málefni fimmtudaginn 31. janúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Ráðstefnan er hluti af Reykjavíkurleikum (RIG) og er ætluð öllum þeim sem koma að íþrótta- og æskulýðshreyfingunni, forvarnarmálum, skólasamfélaginu og öðrum sem áhuga hafa á málefninu.
Vinnustofur verða 31. janúar.
Á meðal fyrirlesara verða: Dr. Sandra Kirby, Colin Harris, Håvard Øvergård, Mike Hartill, Karen Leach, Hafdís I. Helgudóttir, Margrét Lilja Guðmundsdóttir, Dr. Salvör Nordal, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Arnar Sveinn Geirsson og Valgerður Þórunn Bjarnadóttir.

Nánari upplýsingar og dagskrá er hægt að finna á rig.is og Facebook viðburði.

Edit Content
Edit Content
Edit Content