Hauststarf að hefjast hjá yngri flokkum KFÍA

Knattspyrnufélag ÍA hefur opnað fyrir skráningar á haustönn og uppfært æfingatíma yngri flokka félagsins. Nánari upplýsingar má finna á https://kfia.is/yngriflokkar og skráning fer fram í Nóra
Hvernig hjálpa ég barninu mínu að blómstra í íþróttum?
Þriðjudaginn 27. ágúst verður haldin vinnustofa í Háskólanum í Reykjavík í umsjón Chris Harwood sem er prófessor í íþróttasálfræði við háskólann í Loughborough. Yfirskrift vinnustofunnar er Hvernig hjálpa ég barninu mínu að blómstra í íþróttum? og er ætluð fyrir foreldra barna og unglinga. Umfjöllunarefnið er m.a. hvernig er hægt að hafa jákvæði áhrif á sálfræðilega […]
Búið að opna fyrir umsóknir í Íþróttasjóð
Búið er að opna fyrir umsóknir í Íþróttasjóð, en umsóknarfrestur rennur út þann 1. október. Fyrir hverja? Íþrótta- og ungmennafélög, og fyrir þá sem starfa að útbreiðslu- og fræðsluverkefnum á sviði íþrótta. Einnig þá sem starfa að rannsóknum á sviði íþrótta. Til hvers? Styrkirnir eru ætlaðir íþrótta- og ungmennafélögum á landinu til að bæta aðstöðu […]
Framkvæmdastjóri ÍA í viðtali við Sýnum karakter
Fyrsti hlaðvarpsþáttur verkefnisins Sýnum karakter hefur litið dagsins ljós. Sýnum karakter er verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Ungmennafélags Íslands. Fyrsti viðmælandi hlaðvarps Sýnum karakter er Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akraness. Nálgast má hlaðvarp Sýnum karakter hér https://soundcloud.com/synumkarakter/1-hildur-karen-ia-1 Myndir frá heimsókninni má sjá hér að neðan.
Vel heppnuð heimsókn frá Got Agulu knattspyrnuliðinu

Í dag kom til okkar knattspyrnulið drengja frá Got Agulu í Kenía en þeir eru hér til að taka þátt í ReyCup. Þeir fóru á æfingu hjá 4. flokki, kíktu í Guðlaugu og fóru í sund og enduðu svo daginn á því að sjá leik hjá Kára. Sjá má frá æfintýrum hópsins á facebook síðu […]
Myndir fyrir ÍSÍ

Þann 23. júní sl. var Alþjóðlegi Ólympíudagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim og er það í sjötugasta sinn sem dagurinn er haldinn. Hann er haldinn í tilefni af stofnun Alþjóðaólympíunefndarinnar 23. júní árið 1894. Þá má segja að Ólympíuleikar til forna hafi verið endurvaktir og færðir til nútímans. Markmiðið með deginum er að hvetja fólk […]
Fjölmennt Kvennahlaup í rjómablíðu

Minnum á Pop-Up verslunina í dag mill 15 og 18.

Kvennahlaupið á Höfða í frábæru veðri

ÍA býður íbúum á Höfða að taka þátt í Kvennahlaupinu þeim að kostnaðarlausu. Að venju var góð þátttaka glatt á hjalla hjá þátttakendum og aðstoðarmönnum og í lok hlaups fengu allir viðurkenningu og gjöf í boði ÍA. Hér má sjá nokkrar myndir frá Kvennahlaupinu á höfða
Góð mæting á fund um forvarnarmál

Góð mæting var á fund á vegum ÍA um forvarnarmál, en fundurinn er liður í fræðsluáætlun Íþróttabandalagsins. Til fundarins voru boðaðir forráðamenn og þjálfarar allra aðildarfélaga ÍA. Ingibjörg Gunnarsdóttir yfirfélagsráðgjafi Velferðar- og mannréttindasviðs Akraneskaupstaðar fór yfir tilkynningarskyldu og barnavernd og hvernig tilkynna skal eða nálgast mál sem teljast tilkynningarskyld. Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri æskulýðs- og forvarnarmála […]