ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Myndir fyrir ÍSÍ

Myndir fyrir ÍSÍ

25/06/19

badmintonmynd2

Þann 23. júní sl. var Alþjóðlegi Ólympíudagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim og er það í sjötugasta sinn sem dagurinn er haldinn. Hann er haldinn í tilefni af stofnun Alþjóðaólympíunefndarinnar 23. júní árið 1894. Þá má segja að Ólympíuleikar til forna hafi verið endurvaktir og færðir til nútímans. Markmiðið með deginum er að hvetja fólk til að koma saman, hreyfa sig og hafa gaman, en dagurinn er í raun ætlaður öllum óháð íþróttalegri getu. Meginþema í tengslum við daginn eru þrjú: Hreyfa, læra og uppgötva.

Íþróttafélögum stendur til boða að fagna deginum í allt sumar og er kjörið að spreyta sig á ýmiss konar íþróttum og þrautum, en ekki einungis íþróttum sem keppt er í á Ólympíuleikunum. Einnig mætti bjóða krökkum uppá að finna upp nýjar íþróttir.

Ólympíudagurinn er einnig kjörinn vettvangur til að kynna gildi Ólympíuhreyfingarinnar sem eru; vinátta, virðing og ávallt að gera sitt besta.

 

Íþróttafélög um land allt standa nú fyrir fjölbreyttu námskeiðum og mótum þar sem krökkum stendur til boða að hreyfa sig, læra og uppgötva nýjar íþróttir.

Þau eru þannig nú þegar að standa fyrir því sem Ólympíudagurinn stendur fyrir.

 

Íþrótta- og Ólympíusambandið langar því að fagna þessum tímamótum með því að sýna fjölbreytileikan sem íþróttahreyfingin stendur fyrir og hvernig íþróttir sameina okkur í eina heild.

https://www.youtube.com/watch?v=euiU071AqPk&feature=player_embedded

Íþróttafélög eru hvött til að senda myndir úr sumarstarfinu sem sýna eitt af gildum ólympíuhreyfingarinnar sem er VINÁTTA.  Myndirnar verða mögulega notaðar í kynningarskyni í fréttaefni eða annað kynningaefni frá ÍSÍ en einnig er verið að búa til nýja útgáfu af þjálffræðibók þar sem eiga koma íslenskar myndir úr starfinu

Valdar myndir verða einnig birtar á facebooksíðu ÍSÍ.

Félög geta sent inn myndir á tímabilinu 21. júní til 16. ágúst á netfangið alvar@isi.is

Vinsamlegast veitið upplýsingar um:

Hvaða félag á í hlut

Nafn á tengilið félagsins.

Hvaða íþrótt er stunduð/hvaða námskeið

Aldur þátttakenda.

 

Ef það eru einhverjar spurningar endilega sendið ÍSÍ línu alvar@isi.is eða hringið í Þórarinn Alvar Þórarinsson s:514 4006 / 615 1051

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content