ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Vel heppnuð heimsókn frá Got Agulu knattspyrnuliðinu

Vel heppnuð heimsókn frá Got Agulu knattspyrnuliðinu

18/07/19

66838918_10157311281268187_1898198673783783424_o

Í dag kom til okkar knattspyrnulið drengja frá Got Agulu í Kenía en þeir eru hér til að taka þátt í ReyCup. Þeir fóru á æfingu hjá 4. flokki, kíktu í Guðlaugu og fóru í sund og enduðu svo daginn á því að sjá leik hjá Kára. Sjá má frá æfintýrum hópsins á facebook síðu ferðarinnar https://www.facebook.com/leidinfragotagulu/

Í gær óskuðum við eftir góðum fötum og skóm en allur hópurinn kom einungis með tvær ferðatöskur með sér til Íslands. Það er skemmst frá því að segja að Skagamenn tóku ótrúlega vel í þessa ósk og gáfu mikið af fötum, skóm og ferðatöskum sem var síðan flokkað og sett í töskur. Takk fyrir frábær viðbrögða Skagamenn!

Við óskum strákunum frá Got Agulu góðs gengis á ReyCup.

Edit Content
Edit Content
Edit Content