ÍA á verðlaunapalli á Bikarmeistaramóti Íslands

Bikarmeistarmót Íslands fór fram um helgina. Undankeppni fyrir flokka B og C voru haldin á Smiðjuloftinu á Akranesi og áttu Skagamenn góðu gengi að fagna. Sex klifrarar komust áfram í úrslit sem haldin voru í Klifurhúsinu í Reykjavík. Í úrslitum í stúlknaflokki C klifruðu Skagastúlkur vel og hafnaði Sylvía Þórðardóttir í öðru sæti með tvo […]

Góður árangur ÍA á Íslandsmeistarmóti.

Öðru móti Íslandsmeistarmótaraðarinnar í klifri lauk í Klifurhúsinu í dag með keppni eldri flokka, 16-19 ára og 20+. Keppendur ÍA stóðu sig með prýði og í 16-19 ára flokki sigraði Brimrún Eir Óðinsdóttir og var þetta annar sigur hennar á jafnmörgum mótum. Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir hafnaði í þriðja sæti og var þetta hennar fyrsta keppni […]

Skráning í klifur

Æfingar hjá Klifurfélagi ÍA hefjast í vikunni og nú er opið fyrir skráningu. Öll skráning fer fram gegnum iðkendasíðu ÍA. Æfingatafla vorannar er birt á facebooksíðu félagsins, með fyrirvara um breytingar sem get orðið eftir að skráningu lýkur. Nánari upplýsingar má finna á facebooksíðu félagsins eða iaklifur@gmail.com

Klifurfélag ÍA óskar Skagamönnum gleðilegrar hátíðar

Klifurfélag ÍA óskar Skagamönnum gleðilegrar hátíðar. Einnig þökkum við öllum klifrurum fyrir skemmtilega önn og vonumst til að sjá sem flesta aftur á næsta ári. Skráning fyrir næstu önn verður auglýst innan skamms en þau sem æfðu á síðustu önn hafa forgang og verður tryggt pláss. Jólakveðjur frá Klifurfélagi ÍA

Jólamót Klifurfélags ÍA

Um helgina hittust ÍA klifrarar á Jólamóti ÍA í aðstöðu klifurfélagsins að Vesturgötu. Um 30 klifrarar mættu prúðbúin til leiks og glímdu við 13 klifurleiðir sem leiðasmiðir ÍA höfðu sett upp. Mótið heppnaðist afar vel enda hafði félagið lagt mikinn metnað í að gera það sem skemmtilegast fyrir iðkendur og áhorfendur. Leiðasmiðir lögð mikla vinnu […]

Brimrún Eir Íslandsmeistari í línuklifri

Um helgina fór fram árlegt Íslandsmeistaramót í línuklifri og var mótið haldið í Björkinni í Hafnarfirði. Um 40 klifrarar frá þremur félögum tóku þátt á mótinu og voru fjórir klifrarar frá ÍA skráðir til leiks. Keppt var í fjórum aldursflokkum þar sem allir þátttakendur klifruðu undanúrslitaleið en efstu fjórir héldu áfram í úrslitaleið og bráðabana […]

ÍA með gull, silfur og brons

Fyrsta móti Íslandsmeistaramótaraðarinnar lauk um helgina með úrslitum í flokki 16-19 ára og 20+. Í 16-19 ára flokki sigraði Brimrún Eir Óðinsdóttir eftir spennandi bráðabana á móti keppanda frá Klifurfélagi Reykjavíkur, og landaði þar með þriðju medalíu ÍA á helginni. Fyrr hafði Sylvía Þórðardóttir landað silfri í 11-12 ára flokki og Hjalti Rafn kristjánsson bronsi […]

Hrekkjavökumót ÍA

Hrekkjavökumót ÍA var haldið um helgina með pompi og prakt og tókum um 25 ÍA klifrarar þátt. Eins og venja er voru þátttakendur klæddir upp í Hrekkjavökustíl og fjölmargir áhorfendur fylgdust með og hvöttu sitt fólk áfram. Klifraðar voru 15 leiðir sem leiðasmiðir ÍA sáu um að setja upp sérstaklega fyrir þetta mót og náðu […]

ÍA byrjar tímabilið vel

Keppnistímabilið í klifri hófst um helgina með Haustfagnaði Klifurhússins en um tuttugu klifrarar frá ÍA tók þátt á mótinu. Í flokki krakka 11-12 ára sigraði Sylvía Þórðardóttir í stúlknaflokki og Hjalti Rafn Kristjánsson og Rúnar Sigurðsson höfnuðu í öðru og þriðja sæti. Brimrún Eir Óðinsdóttir keppti í 16-19 ára flokki og hafnaði í öðru sæti. […]

Klifuræfingar hefjast 29. ágúst

Opnað hefur verið fyrir skráningu í klifur fyrir haustönn og hefjast æfingar formlega þriðjudaginn 29. ágúst. Æfingatafla er að myndast og verður sem hér segir (með fyrirvara um smávægilegar breytingar): 1-2 bekkur þriðjud og fimmtud 14.20-15.00 3-4 bekkur: þriðju og fimmtud 15.00-16.00 5-7 bekkur: þriðju og fimmtud 16.00-17.00, +1 aukaæfing föstudag eða laugardag 8 bekkur […]