ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

ÍA á verðlaunapalli á Bikarmeistaramóti Íslands

ÍA á verðlaunapalli á Bikarmeistaramóti Íslands

31/03/19

Bikarmót

Bikarmeistarmót Íslands fór fram um helgina. Undankeppni fyrir flokka B og C voru haldin á Smiðjuloftinu á Akranesi og áttu Skagamenn góðu gengi að fagna. Sex klifrarar komust áfram í úrslit sem haldin voru í Klifurhúsinu í Reykjavík. Í úrslitum í stúlknaflokki C klifruðu Skagastúlkur vel og hafnaði Sylvía Þórðardóttir í öðru sæti með tvo toppa og einn bónus, og Tinna Rós Halldórsdóttir í því þriðja, einnig með tvo toppa og einn bónus en í fleiri tilraunum. Í drengjaflokki C stóð Rúnar Sigurðsson sig best Skagadrengja og hafnaði í öðru sæti með tvo toppa og einn bónus.

Í fullorðinsflokki komst Brimrún Eir áfram í úrslit og hafnaði í 5. sæti með tvo toppa í fimm tilraunum og var mjög mótt á munum í efstu sex sætunum.

Skagamenn og konum geta því verið ánægð með flotta helgi en mótahald get eins og smurt. Leiðir í undanúrslitum og úrslitum voru mjög góðar og fjölbreyttar og áhorfendur kunnu vel að meta tilþrifin.

Edit Content
Edit Content
Edit Content