ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Brimrún Eir Íslandsmeistari í línuklifri

Brimrún Eir Íslandsmeistari í línuklifri

02/12/17

24321934_10155912811764450_1655488103_o

Um helgina fór fram árlegt Íslandsmeistaramót í línuklifri og var mótið haldið í Björkinni í Hafnarfirði. Um 40 klifrarar frá þremur félögum tóku þátt á mótinu og voru fjórir klifrarar frá ÍA skráðir til leiks. Keppt var í fjórum aldursflokkum þar sem allir þátttakendur klifruðu undanúrslitaleið en efstu fjórir héldu áfram í úrslitaleið og bráðabana að því loknu ef með þurfti.

Í flokki 16-19 ára sigraði Brimrún Eir Óðinsdóttir og fagnaði þar sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. Í öðru sæti varð Úlfheiður Embla Blöndal, en þetta var fyrsta klifurmót Úlfheiðar Emblu.

Í stelpuflokki 11-12 ára hafnaði Sylvía Þórðardóttir í 2-3 sæti ásamt Kolbrúnu Garðarsdóttur úr Björkinni en þær voru hnífjafnar eftir tvær leiðir. Báðar voru þær að taka þátt í sínu fyrsta línuklifurmóti. Hjalti Rafn Kristjánsson hafnaði í þriðja sæti í strákaflokki 11-12 ára og fékk verðskuldaða bronsmedalíu fyrir vikið.

Allir fjórir keppendur ÍA komust þar með á verðlaunapall sem verður að teljast nokkuð gott í ljósi þess að æfingaaðstaða til línuklifurs á Akranesi er engin og æfingar fara fram í kjallara.

Framundan hjá Klifurfélaginu er jólamót fyrir ÍA klifrara en undirbúningur fyrir Íslandsmeistarmótaröðina heldur áfram með stuttu æfingahléi yfir hátíðarnar.

Edit Content
Edit Content
Edit Content