Undirritaður nýr samningur

Undirritaður hefur verið nýr samningur um rekstur og samskipti Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness. Markmið samnings þessa er að viðhalda öflugu samstarfi kaupstaðarins og ÍA í því skyni að íþróttastarf á Akranesi verði áfram þróttmikið, æsku og almenningi á Akranesi til heilla. Eins og áður er áhersla lögð á forvarna- og uppeldisgildi íþrótta og virka samvinnu […]

Ársþing ÍA

78. ársþing ÍA var haldið mánudaginn 25. apríl s.l. kl. 18 Dagskrá þingsins var með hefðbundnu sniði og samkvæmt lögum. Marella Steinsdóttir formaður setti þingið og fór yfir ársskýrslu Íþróttabandalagsins. Erla Ösp Lárusdóttir gjaldkeri fór yfir reikninga Íþróttabandalagsins, Íþróttabandalagið skilaði rúmlega fimm milljóna hagnaði sem skýrist mest af skertri starfssemi síðasta árs og ekki var […]

Ársþing ÍA

Ársþing ÍA verður haldið í dag 25. apríl kl. 18 í sal Tónlistarskólans Tónbergi. Ársþingið er fulltúraþing aðildarfélga ÍA. Ársskýrsla framkvæmdastjórnar ÍA 2021 Önnur gögn er hægt að nálaga undir flipanum Ársþing hérna á heima síður ÍA.

ÍA TV hlýtur fjölmiðlaverðlaun KSÍ 2021

Fjölmiðlaverðlaun KSÍ fyrir árið 2021 hlýtur ÍA TV vegna vefútsendinga frá knattspyrnuleikjum. Verðlaunin eru jafnan afhent í aðdraganda ársþings ár hvert og það var Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ sem afhenti fulltrúum ÍA TV verðlaunin. Óskum ÍA TV innilega til hamingju með verðlaunin. Frétt frá heimasíðu KSÍ  

Aðalfundur Skotfélags Akraness

Aðalfundur Skotfélags Akraness verður haldinn þriðjudaginn 22. febrúar kl. 20:00 í Hátíðarsal í íþróttahúsinu við Jaðarsbakka. Dagskrá fundarins eru almenn aðalfundarstörf Stjórn Skotfélags Akraness  

Tilslakanir á reglum um sóttkví

Á miðnætti verður slakað á reglum um sóttkví og munu reglurnar nú vera í aðalatriðum eftirfarandi: Einstaklingum sem eru útsettir fyrir COVID-19 smiti utan heimilis verður ekki lengur skylt að fara í sóttkví en þurfa þess í stað að viðhafa smitgát. Í smitgát skal viðkomandi bera grímu í margmenni og þegar ekki er hægt að […]

Smitgát breyting á reglugerð

Samkvæmt heimasíðu Heilbr.ráðuneytis þá hafa eftirfarandi breytingar verið gerðar á reglugerð og varðar m.a. smitgát og hafa þessar breytingar nú þegar öðlast gildi. Tekið beint af heimasíðu heilbr.ráðuneytis: Einstaklingum sem sæta smitgát í kjölfar smitrakningar verður ekki lengur skylt að fara í hraðpróf við upphaf og lok smitgátar frá og með morgundeginum (20.01.) en þurfa […]

Myndir frá kjöri Íþróttamans Akraness 2021

Tilkynnt voru úrslit í kjöri Íþróttamanns Akraness 2021 þann 6. Janúar s.l. eins og venja er og áður hefur verið sagt frá. Breyting hefur orðið á viðburðinum og fór allt fram í fístundamiðstöðinn að Garðavöllum allir sem þar mættu höfðu áður farið í hraðpróf. Eins og kunnugt er þá varð það Kristín Þórhallsdóttir kraftlyftingakona sem […]

Ef smit kemur upp á æfingu eða í keppni

Ef það kemur upp smit á æfingu og / eða keppni, eiga allir sem voru á æfingunni / leik að fara í smitgát, hver og einn ber ábyrgð á því að skrá sig í smitgát, sem er gert inni á síðu Heilsuveru. Allir sem skrá sig eru strax sendir í hraðpróf, fá sjálfkrafa tíma um […]

Slöbbum saman 15. jan. til 15. feb.

Slöbbum saman er verkefni sem Landlæknisembættið, ÍSÍ, UMFÍ og Sýn fara nú af stað með og miðar að því að fá fólk til að hreyfa sig. Við viljum  hvetja landann til að fara út og labba en þar sem færðin vinnur ekki alltaf með okkur á þessum árstíma höfum við húmorinn með og ætlum því […]