Ágúst Júlíusson Íslandsmeistari í 100m flugsundi og þrír sundmenn með lágmark á Norðurlandameistaramótið

Ágúst Júlíusson Íslandsmeistari í 100m flugsundi og þrír sundmenn með lágmark á Norðurlandameistaramót sem fram fer í desember, þau Ágúst Júlíusson, Sævar Berg Sigurðsson og Brynhildur Traustadóttir. Íslandsmeistaramót í 25m laug fór fram í Laugardalslaug um helgina og átti sundfélag Akranes þar 11 sundmenn. 142 sundmenn tóku þátt í mótinu frá 11 félögum. Krakkarnir úr […]
Úrslit í leikjum helgarinnar
Eins og við sögðum frá fyrir helgina léku báðir meistaraflokkarnir sína fyrstu leiki í undirbúningi fyrir nýtt tímabil. Meistaraflokkur karla
Styrkir vegna íþróttamála
Akraneskaupstaður veitir árlega styrki vegna menningar-, íþrótta- og atvinnumála. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir fyrir árið 2018 og er umsóknarfrestur til og með 17. desember nk. Aðildarfélög ÍA eru hvött til að nýta sér þessa styrki en sótt er um á vef Akraneskaupstaðar https://www.akranes.is/is/frettir/opnad-fyrir-umsoknir-i-styrktarsjod-menningar-ithrotta-og-atvinnumala
Aðalfundur Dreyra 28. nóvember 2017.
Aðalfundur hestamannafélagsins Dreyra verður haldinn í Æðarodda þriðjudaginn 28. nóvember 2017. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins. Dagskrá aðalfundar skal vera samkvæmt 7. gr: ” …. -Fundarsetning og kjör starfsmanna fundarins -Skýrsla stjórnar -Gjaldkeri leggur fram drög að reikningum félagsins. Ársreikningur verður lagður fram til samþykktar á framhaldsaðalfundi eftir hver áramót. -Skýrslur nefnda. […]
Frábær árangur hjá Valdísi Þóru sem endaði í 3.sæti á LET móti í Kína
Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur úr Leyni endaði í þriðja sæti á Sanya Ladies Open mótinu á LET Evrópumótaröðinni í golfi sem lauk á Hainan eyju í Suður Kína hafi í nótt að íslenskum tíma.
Valdís Þóra lék lokahringinn á 72 höggum eða á pari vallarins og lauk keppni á sjö höggum undir pari. Þetta er besti árangur Valdísar Þóru á Evrópumótaröðinni og árangur hennar á mótinu tryggði henni þátttökurétt á mótaröðinni á næsta tímabili. Með árangrinum færðist Valdís upp um fjölmörg sæti á stigalista mótaraðarinnar og er Valdís Þóra nú í 50. sæti stigalistans.
Golfklúbburinn Leynir óskar Valdísi Þóru til hamingju með árangurinn.
Mynd með frétt er fengin af heimasíðu LET, www.ladieseuropeantour.com
Og meira um fótbolta í Höllinni…
Eins og við höfum áður sagt frá eru stelpurnar okkar í meistaraflokknum á leið í Kópavoginn í dag og meistaraflokksstrákarnir
Jákvæð samskipti við börn og unglinga á íþróttaæfingum

Mánudaginn 20. nóvember kl. 20:00 verður erindi fyrir þjálfara allra aðildarfélaga ÍA. Pálmar Ragnarsson fjallar um aðferðir í jákvæðum samskiptum við börn og unglinga á íþróttaæfingum sem vakið hafa mikla athygli. Lögð er áhersla á góðar móttökur, að öll börn upplifi sem þau skipti jafn miklu máli í hópnum, hvatningu og aðferðir við að hrósa, […]
Fyrsti æfingaleikurinn hjá mfl. kvenna
Stelpurnar okkar í meistaraflokknum leika sinn fyrsta æfingaleik fyrir nýtt tímabil á laugardaginn, kl. 11:45. Leikið verður gegn Breiðabliki í
Leikdagur í Höllinni hjá mfl. karla
Meistaraflokkur karla tekur á móti KR í Akraneshöllinni á laugardaginn, 18. nóvember, kl. 11:00. Sagan sér til þess að leikir
Nú á föstudag hefst íslandsmeistaramót í 25m laug í Laugardalslauginni

Nú á föstudag hefst íslandsmeistaramót í 25m laug í Laugardalslauginni. Mótið stendur fram á sunnudag og er sundfélagið með ellefu keppendur á mótinu þetta árið. Krakkarnir hafa æft vel í haust og verður spennandi að fylgjast með þeim um helgina. Gengi krakkanna verður birt á facebooksíðu sundfélgsins eftir hvern hluta og munum við einnig […]