ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Jákvæð samskipti við börn og unglinga á íþróttaæfingum

Jákvæð samskipti við börn og unglinga á íþróttaæfingum

16/11/17

Palmar-Cut1

Mánudaginn 20. nóvember kl. 20:00 verður erindi fyrir þjálfara allra aðildarfélaga ÍA.

Pálmar Ragnarsson fjallar um aðferðir í jákvæðum samskiptum við börn og unglinga á íþróttaæfingum sem vakið hafa mikla athygli. Lögð er áhersla á góðar móttökur, að öll börn upplifi sem þau skipti jafn miklu máli í hópnum, hvatningu og aðferðir við að hrósa, mikilvægi þess að ná uppi góðum aga og fleira. Markmiðið er að þjálfarar geti nýtt sér ýmsa punkta úr fyrirlestrinum til að auka ánægju, vellíðan og áhuga á iðkenda sinna.

Pálmar hefur haldið fyrirlestra fyrir hönd ÍSÍ, UMFÍ og á eigin vegum um aðferðir í samskiptum fyrir fjölmörg íþróttafélög og skóla. Hann er einn af þátttakendum verkefnis ÍSÍ og UMFÍ “Sýnum Karakter” sem snýr að þjálfun andlegra þátta í íþróttum, var einn af þáttastjórnendum Íþróttalífsins á RÚV og umsjónarmaður Meistaramánaðar.
Fyrirlestur Pálmars er í boði Íþróttabandalags Akraness og styrktur af Íþróttasjóði.

Edit Content
Edit Content
Edit Content