Garðavöllur takmarkaður opin frá 11.ágúst til og með 13.ágúst 2017
Frá og með föstudagsmorgninum 11. ágúst til og með sunnudeginum 13. ágúst verður Garðavöllur takmarkað opin fyrir félagsmenn GL og aðra gesti vegna Íslandsmóts golfklúbba 1.deild kvenna.
Ræst er út frá kl. 8:00 og fram eftir degi alla mótsdagana og verður reynt eftir fremsta megni að opna völlinn um leið og síðustu kylfingar hafa lokið leik meðan á móti stendur.
Við hvetjum félagsmenn að koma á völlinn og fylgjast með mörgum af bestu kvenn kylfingum landsins og um leið styðja við sveit GL.
Skagamenn gerðu jafntefli við KR við erfiðar aðstæður
Meistaraflokkur karla mætti KR í 14. umferð Íslandsmótsins sem fram fór við hrikalega erfiðar aðstæður á Norðurálsvellinum. Töluvert jafnræði var í
Grill á Aggapalli 18.15 fyrir stuðningsmenn sem mæta í gulu!
Leikdagur í dag! Við byrjum að grilla á Aggapalli klukkan 18.15. Hægt verður að kaupa miða á Aggapalli frá klukkan
Íslandsmót golfklúbba: Karla og kvenna sveitir GL
Íslandsmót golfklúbba fer fram dagana 11. til 13. ágúst og einnig 18. til 20. ágúst.
Sveitir karla og kvenna spila 11. til 13. ágúst og eru báðar sveitir að spila í 1.deild þetta árið. Karlasveitin spilar í Kiðjabergi og kvennasveitin spilar á heimavelli og er gestgjafi þetta árið.
Kvennasveit GL
Arna Magnúsdóttir
Bára Valdís Ármannsdóttir
Elín Dröfn Valsdóttir
Friðmey Jónsdóttir
Hildur Magnúsdóttir
Hulda Birna Baldursdóttir
Kristín Vala Jónsdóttir
Valdís Þóra Jónsdóttir
Karlasveit GL
Hannes Marinó Ellertsson
Helgi Dan Steinsson
Hróðmar Halldórsson
Kristvin Bjarnason
Stefán Orri Ólafsson
Þórður Emil Ólafsson
Willy Blumenstein
Liðstjóri Alexander Högnason
Eldri sveit og sveitir unglinga spila 18. til 20. ágúst og þetta árið sendir GL eingöngu karlasveit sem mun spila í Sandgerði. Sveit unglinga 15 ára og yngri spilar í Mosfellsbæ og sveit 18 ára og yngri á Hellu.
Eldri sveit karla
Aðalsteinn Huldarsson
Björn Bergmann Þórhallsson
Birgir Birgisson
Hlynur Sigurdórsson
Jóhann Þór Sigurðsson
Reynir Sigurbjörnsson
Vilhjálmur Birgisson
Liðstjóri Þórður Elíasson
Valdís Þóra tekur þátt í Einvíginu á Nesinu
Einvígið á Nesinu verður að vanda haldið á Nesvellinum mánudaginn 7. ágúst og hefst kl. 10:00.
Valdís Þóra Íslandsmeistari kvenna í golfi og atvinnukylfingur verður á meðal þátttakenda ásamt mörgum öðrum frábærum kylfingum.
Við hvetjum alla áhugasama að fjölmenna á Nesvöllinn og fylgjast með frábæru golfi.
Taktu þátt í starfi GL og skráðu þig í klúbbinn: tilboð á árgjaldi
Golfklúbburinn Leynir býður að vanda upp á afslátt af árgjöldum nú í lok sumars eða frá 1. ágúst.
Golf er fyrir alla aldurshópa unga sem aldna og hefur félagsaðild í GL upp á mikið að bjóða. Á svæði GL er einn besti 18 holu golfvöllur landsins, 6 holu par 3 æfingavöllur, yfirbyggt og flóðlýst æfingaskýli ásamt golfskála þar sem hægt er að gæða sér á drykkjum og veitingum.
Kynntu þér hvað er í boði og hafðu samband á leynir@leynir.is eða hafðu samband í síma 431-2711.
Helgi Björgvinsson bifreiðastjóri og fyrrum knattspyrnukappi er látinn á 83 ára að aldri.
Helgi Björgvinsson bifreiðastjóri og fyrrum knattspyrnukappi er látinn á 83 ára að aldri. Með Helga Björgvinssyni er genginn mikill sómamaður
Sundnámskeið fyrir börn fædd 2007–2010.
Sundnámskeið í sundlauginni að Jaðarsbökkum fyrir börn fædd 2007 – 2010. Kennt verður fjóra daga í röð, þriðjudaginn 8. ágúst til föstudagsins 11. ágúst og er hver tími 40 mínútur. 2007-2008 kl. 9.30 – 10.10 2009-2010 kl. 10.20 – 11.00 Námskeiðið kostar kr. 4.000 sem greitt er í upphafi námskeiðs. Skráning og nánari […]
Skagamenn töpuðu stórt gegn Valsmönnum
Meistaraflokkur karla mætti Val í þrettándu umferð Íslandsmótsins sem fram fór við góðar aðstæður á Valsvelli. Um erfiðan leik var að