ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Helgi Björgvinsson bifreiðastjóri og fyrrum knattspyrnukappi er látinn á 83 ára að aldri.

Helgi Björgvinsson bifreiðastjóri og fyrrum knattspyrnukappi er látinn á 83 ára að aldri.

02/08/17

#2D2D33

Helgi Björgvinsson bifreiðastjóri og fyrrum knattspyrnukappi er látinn á 83 ára
að aldri.
Með Helga Björgvinssyni er genginn mikill sómamaður sem var meðal helstu
knattspyrnumanna á Akranesi um árabil. Hann var leikmaður ÍA á árunum 1954-1961 en
kom einnig við sögu í nokkrum leikjum 1964. Helgi var einn af lykilmönnum þess á þessum
tíma og lék 89 leiki með liðinu og skoraði 30 mörk. Helgi var Íslandsmeistari 1957,1958 og
1960. Þá lék hann tvo landleiki gegn áhugamannalandsliði Englands 1956 og gegn Írlandi
1958, en í þeim leik skoraði hann annað af mörkum liðsins í 2-3 tapi. Hann var auk þess í
landsliðshóp í þrem leikjum 1957 án þess að leika þá leiki.
Helgi Björgvinsson var fæddur 23 ágúst 1934 og bjó allan sinn aldur á Akranesi. Hann var
vörubifreiðastjóri alla sína starfsævi. Eiginkona Helga er Ingibjörg Sigurðardóttir og börn
þeirra eru fjögur Ása, Hannes, Anna og Helga.

Helgi var mikill áhugamaður um knattspyrnu til síðasta dags og fylgdist vel með. Hann var
nánast daglegur gestur á íþróttavellinum, bæði þegar æfingar og leikir fóru fram og þar var
hann í hópi góðra félaga sem þar mættu og ræddu saman yfir kaffibolla um allt sem viðkom
knattspyrnu í breiðum skilningi. Einnig tók hann þátt í sjálboðaliðastarfi, sem knattspyrnufélag ÍA er býr enn að.


Knattspyrnufélag ÍA þakkar Helga Björgvinssyni hans þátt í að setja knattspyrnustarfið á
Akranesi á þann stall sem það er og fyrir allan þann stuðning sem hann veitti félaginu á
löngum tíma. Eiginkonu hans, börnum og öðrum aðstandendum eru sendar hugheildar
samúðar-kveðjur.
Blessuð sé minning Helga Björgvinssonar.

Edit Content
Edit Content
Edit Content