ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagamenn töpuðu stórt gegn Valsmönnum

Skagamenn töpuðu stórt gegn Valsmönnum

01/08/17

#2D2D33

Meistaraflokkur karla mætti Val í þrettándu umferð Íslandsmótsins sem fram fór við góðar aðstæður á Valsvelli.

Um erfiðan leik var að ræða á útivelli gegn liðinu í efsta sæti deildarinnar og það sást í byrjun leiks því Valur var öflugri og byrjaði snemma að pressa mikið á vörn ÍA. Vörn Skagamanna hélt þó vel framan af hálfleiknum og á 35. mínútu átti ÍA að fá vítaspyrnu þegar keyrt var í bakið á Alberti Hafsteinssyni en ekkert var dæmt.

Undir lok hálfleiksins náðu Valsarar svo að skora tvö ódýr mörk og staðan 2-0 fyrir heimamenn þegar gengið var til búningsherbergja. 

Í seinni hálfleik hrundi leikur ÍA einfaldlega þegar leið á leikinn. Valur skoraði fjögur mörk í hálfleiknum og hefði léttilega getað skorað fleiri mörk. Unnu heimamenn því verðskuldaðan 6-0 sigur á andlausum Skagamönnum.

Þetta var versta tap ÍA í efstu deild karla í sögu félagsins og greinilegt er að margt þarf að bæta fyrir næsta leik sem er gegn KR á Norðurálsvelli þriðjudaginn 8. ágúst kl. 19:15.

Edit Content
Edit Content
Edit Content