Frá og með föstudagsmorgninum 11. ágúst til og með sunnudeginum 13. ágúst verður Garðavöllur takmarkað opin fyrir félagsmenn GL og aðra gesti vegna Íslandsmóts golfklúbba 1.deild kvenna.
Ræst er út frá kl. 8:00 og fram eftir degi alla mótsdagana og verður reynt eftir fremsta megni að opna völlinn um leið og síðustu kylfingar hafa lokið leik meðan á móti stendur.
Við hvetjum félagsmenn að koma á völlinn og fylgjast með mörgum af bestu kvenn kylfingum landsins og um leið styðja við sveit GL.