Blakþjálfari óskast á Skagann

Bresi, blakfélag Íþróttabandalags Akraness, óskar eftir þjálfara fyrir starfsárið 2017-2018. Félagið leitar að einstaklingi með mikinn metnað og góða samskiptahæfni. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af blaki og æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af þjálfun. Um 30 iðkendur eru skráðir í félagið og er æft tvisvar til þrisvar í viku. Þrjú lið Bresa kepptu […]

Magnús Oddsson látinn

Magnús Oddsson, fyrrum bæjarstjóri á Akranesi og formaður Íþróttabandalags Akranes, lést íþriðjudaginn 11. apríl. Magnús fæddist 17. nóvember 1935 og

Magnús Oddsson fyrrverandi formaður ÍA og heiðursfélagi látinn

Magnús Oddsson fyrrverandi formaður ÍA og heiðursfélagi Íþróttabandalags Akraness lést í gær þann 11. apríl 2017.  Magnús átti farsælan feril í starfi innan íþróttahreyfingarinnar bæði hér á Akranesi og á landsvísu. Hann var í stjórn Íþróttabandalags Akraness frá árunum 1983 til 1992, þar af sem formaður frá 1984 og var þar meðal annars í forystu […]

Valdís Þóra hefur leik í Marokkó á Skírdag á LET Evrópumótaröðinni

Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur úr Leyni hefur leik á morgun, fimmtudaginn 13. apríl, á LET Evrópumótaröðinni. Mótaröðin er sú sterkasta í Evrópu og fer LALLA Meryem mótið fram á Golf Dar Es Salam vellinum í Marokkó.

Mótið á LET er haldið samhliða móti á Evrópumótaröðinni í karlaflokki. Valdís Þóra lék fyrr á þessu ári í Ástralíu á sínu fyrsta LET móti á ferlinum en mótið í Marokkó er annað mót hennar á þessu tímabili á LET. Valdís Þóra endaði í 51. sæti á Oates Victorian mótinu í Ástralíu þar sem hún lék á -1 samtals (71-73-74).

Félagsmenn og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með Valdísi Þóru en Golfstöðin mun sýna frá þessu móti.

Nánar um mótið í Marokkó:
http://ladieseuropeantour.com/?tournament=lalla-meryem-cup-3

Birgir Leifur leiðir samstarf Leynis og GKG

„Ég hlakka til að taka þátt í þessu spennandi verkefni. Hugmyndin varð til eftir samtöl milli mín, Leynis og GKG. Markmiðið er að búa til enn betra íþróttastarf hjá Leyni og nýta þá reynslu sem ég hef fengið frá frábæru starfi sem unnið er í GKG. Það er nýtt að klúbbar taki upp slíkt samstarf og ættu báðir klúbbar að njóta góðs af því að koma saman að þessu verkefni,“ segir Birgir Leifur Hafþórsson sem mun stýra barna, – unglinga og afreksstarfi Golfklúbbsins Leynis sem íþróttastjóri klúbbsins samhliða því að leika sem atvinnukylfingur fyrir GKG.

Birgir Leifur, sem verður 41 árs á þessu ári, þekkir vel til á Akranesi þar sem hann ólst upp og hóf sinn golfferil. Birgir Leifur er sjöfaldur Íslandsmeistari í golfi og fagnaði sigri á Íslandsmótinu í fyrra á Jaðarsvelli. Keppinsferlinum er alls ekki lokið og mun Birgir Leifur leika sem atvinnumaður á næst sterkustu atvinnumótaröð Evópu undir merkjum GKG á þessu ári.

Hef alltaf haft áhuga á að stýra slíku verkefni hjá golfklúbb. Ég hef komið að uppbyggingarstarfinu hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Þar á bæ hafa menn sett ný viðmið fyrir aðra klúbba. Birgir segir að GKG sé með stærsta barna og unglinga starf Íslands og það verði gott að geta leitað í smiðju GKG við uppbygginguna á Akranesi.

„Það er enginn vafi að ég mun nýta mér þá þekkingu hjá Leyni enda er GKG í fremstu röð á þessu sviði. Hjá GKG hef ég lært mikið og forsvarsmenn klúbbsins og klúbbfélagar hafa stutt vel við bakið á mér frá árinu 2003 þegar ég gekk í raðir GKG. Tengin mín verður áfram sterk við GKG enda mun ég keppa áfram fyrir klúbbinn. Ég sé bara tækifæri í því að geta aukið samstarfið á milli þessara tveggja klúbba. Það getum við gert með ýmsum hætti í gegnum barna – og unglingastarfið.“

„Í viðræðum mínum við Leyni þá fann ég að þar ríkir metnaður til þess að gera enn betur. Klúbburinn hefur gríðarlega góða aðstöðu yfir sumartímann til æfinga og aðgengi fyrir yngri kylfinga að Garðavelli er mjög gott. Það eru því mikil tækifæri fyrir alla aðila að búa til skemmtilega umgjörð um uppbyggingarstarfið – sem og afreksstarfið.“

Birgir Leifur lauk námi í PGA golfkennaraskólanum á Ísland árið 2012 og er því með PGA kennara réttindi.

„Fyrsta árið verður áhugavert og spennandi þar sem við þurfum að finna lausnir á ýmsum verkefnum sem eru framundan. Ég mun stýra þessu samstarfsverkefni samhliða því að leika sem atvinnumaður fyrir Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar. Ég fæ góða aðila með mér sem taka að sér ákveðna hópa í barna – og unglingastarfinu hjá Leyni. Þrátt fyrir að ég verði töluvert erlendis við keppni á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu þá mun ég vera með puttann á púlsinum í starfinu í gegnum þá tækni sem er í boði í dag. Ég ætla að koma með ferska hluti inn í starfið og hugsa út fyrir kassann,“ segir Birgir Leifur Hafþórsson.

Viðtal: Sigurður Elvar Þórólfsson

Fjöldi frábærra vinavalla sumarið 2017

Félagsmenn GL geta líkt og undanfarin sumur spilað marga glæsilega golfvelli sem eru um 15 talsins og hér neðar má sjá hvaða velli er um að ræða og á hvaða kjörum.

Völlur / klúbbur

Verð / afsláttur

Höfuðborgarsvæði

Golfklúbbur Mosfellsbæjar (GM)

2.500 kr.

Suðurland

Golfklúbburinn Hellu (GHR)

2.500 kr.

Vesturland

Golfklúbburinn Glanni (GGB)

2.000 kr.

Golfklúbbur Borgarnes (GB)

1.800 kr.

Gagnkvæmur samningur er við eftirfarandi golfklúbba um afslátt:

Völlur / klúbbur

Verð / afsláttur

Vesturland

Golfklúbbur Jökull (GJÓ)

50%

Golfklúbburinn Vestarr (GVG)

50%

Golfklúbburinn Mostri (GMS)

50%

Suðurland

Golfklúbbur Hveragerðis (GHG)

50%

Golfklúbbur Selfoss (GOS)

50%

Golfklúbbur Vestmannaeyja (GV)

50%

Reykjanes

Golfklúbbur Grindavíkur (GG)

50%

Golfklúbbur Suðurnesja (GS)

50%

Golfklúbbur Sandgerðis (GSG)

50%

Norðurland

Golfklúbbur Akureyrar (GA)

50%

Golfklúbburinn Hamar (GHD)

50%

Félagsmenn GL eru beðnir að tilkynna sig í golfskála í viðkomandi klúbb áður en leikur hefst og sýna félagsskírteini.

Íslandsmeistaramótið 2017, Ágúst Júlíusson Íslandsmeistari

Íslandsmeistaramót 2017 Heim úr Laugardalnum tókum við með okkur einn íslandsmeistara, Ágúst Júlíusson en hann varð um helgina íslandsmeistari eftir frábært 100m flugsund og bætti einnig í sama sundi Akranesmet sitt frá því 2012 á tímanum 55.96. Við tókum líka með okkur heim þrjú silfur og eitt brons. Spennan í lauginni og keppnin á milli […]