Íslandsmeistaramót 2017
Heim úr Laugardalnum tókum við með okkur einn íslandsmeistara, Ágúst Júlíusson en hann varð um helgina íslandsmeistari eftir frábært 100m flugsund og bætti einnig í sama sundi Akranesmet sitt frá því 2012 á tímanum 55.96.
Við tókum líka með okkur heim þrjú silfur og eitt brons.
Spennan í lauginni og keppnin á milli sundmanna um sæti var gífurleg en það var aðeins að muna hársbreidd á milli efstu sætanna.
Ágúst vann silfur í 50m flugsundi á nýju Akranesmeti þar sem hann synti á tímanum 24.94 og bætti þar með gamla metið sitt síðan 2015 um 0,44 sec. Hann var aðeins 0,11 sec frá gullinu en það hreppti Davíð Hildiberg frá IRB.
Sævar Berg Sigurðsson vann tvö silfur, annað í mjög spennandi 100m bringusundi þar sem hann bætti sig um 1,90 sec og synti á tímanum 1.08.08 aðeins 0,30 frá gullinu en það fékk Aron Örn frá SH.
Hitt silfrið fékk Sævar Berg fyrir 50m bringusund en þá háði hann aftur baráttu við Aron Örn sem var aðeins 0.09 sec á undan honum , en Sævar synti á tímanum 31.25 og bætti sig um 0.8 sec sem er mjög góð bæting í svona stuttu sundi.
Sævar fékk einnig brons í 200m bringusundi og synti það aðeins frá sínum besta tíma.
Sett voru tvö Akranesmet í boðsundi, blönduðum sveitum:
4x 50m fjórsund en þá sveit skipuðu þau Una Lára, Sævar Berg, Ágúst og Brynhildur. Þau syntu á tímanum 1.58.75 sem er 2.4 sec bæting síðan 2015.
4x50m skriðsund þar sem þau Brynhildur, Ágúst, Ásgerður Jing og Sævar syntu á tímanum 1.48.21 og bættu tímann síðan 2015 um 1.7 sec.
Sundkrakkarnir áttu frábæra helgi og var þetta okkar besta íslandsmót í 50m laug í mörg ár. Samtals syntu þau núna 16 úrslitasund á móti 9 í fyrra.
Sérstaklega var gaman að sjá þau yngstu ná sínum fyrstu úrslitum og sjá að stelpurnar bættu sig úr tveimur úrslitasundum í fyrra, í níu úrslitasund núna.
Allir átta sundmennirnir okkar bættu sig um helgina og það samtals í 32 sundum.
Óhætt að segja að framtíðin sé björt hjá Sundfélagi Akraness.
Hér má sjá niðurstöðu helgarinnar og þau sæti sem krakkarnir lentu í :
1. sæti Ágúst Júliusson 100 flugsund
2. sæti Ágúst Júliusson 50 flugsund
2. sæti Sævar Berg Sigurðsson 50 bringusund
2. sæti Sævar Berg Sigurðsson 100 bringusund
3. sæti Sævar Berg Sigurðsson 200 bringusund
4. sæti Brynhildur Traustadóttir 200 skriðsund
5. sæti Brynhildur Traustadóttir 100 skriðsund
6. sæti Brynhildur Traustadóttir 50 flugsund
6. sæti Brynhildur Traustadóttir 100 flugsund
6. sæti Una Lára Lárusdóttir 50 skriðsund
6. sæti Erlend Magnússon 50 baksund
7. sæti Erlend Magnússon 100 baksund
7. sæti Brynhildur Traustadóttir 400 skriðsund
7. sæti Ásgerður Jing Laufeyardóttir 100 skriðsund
8. sæti Ásgerður Jing Laufeyardóttir 200 bringusund
8. sæti Una Lára Lárusdóttir 200 baksund