ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Valdís Þóra hefur leik í Marokkó á Skírdag á LET Evrópumótaröðinni

Valdís Þóra hefur leik í Marokkó á Skírdag á LET Evrópumótaröðinni

12/04/17

#2D2D33

Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur úr Leyni hefur leik á morgun, fimmtudaginn 13. apríl, á LET Evrópumótaröðinni. Mótaröðin er sú sterkasta í Evrópu og fer LALLA Meryem mótið fram á Golf Dar Es Salam vellinum í Marokkó.

Mótið á LET er haldið samhliða móti á Evrópumótaröðinni í karlaflokki. Valdís Þóra lék fyrr á þessu ári í Ástralíu á sínu fyrsta LET móti á ferlinum en mótið í Marokkó er annað mót hennar á þessu tímabili á LET. Valdís Þóra endaði í 51. sæti á Oates Victorian mótinu í Ástralíu þar sem hún lék á -1 samtals (71-73-74).

Félagsmenn og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með Valdísi Þóru en Golfstöðin mun sýna frá þessu móti.

Nánar um mótið í Marokkó:

Home

Edit Content
Edit Content
Edit Content