ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Magnús Oddsson látinn

Magnús Oddsson látinn

13/04/17

#2D2D33

Magnús Oddsson, fyrrum bæjarstjóri á Akranesi og formaður Íþróttabandalags Akranes, lést íþriðjudaginn 11. apríl.

Magnús fæddist 17. nóvember 1935 og var tæknifræðingur að mennt. Hann flutti á Akranes frá Reykjavík árið 1968 þegar hann var ráðin í starf rafveitustjóra Rafveitu Akraness. Hann tók síðan við starfi bæjarstjóra haustið 1974 og gengdi því til ársins 1982, en lét þá af störfum og tók aftur við starfi rafveitustjóra og starfaði á þeim vettvangi til ársins 2000.

Magnús var virkur í starfi íþróttahreyfingarinnar, bæði á Akranesi og á landsvísu. Hann sat í stjórn Íþróttabandalags Akraness frá 1983 til 1992, þar af sem formaður frá 1984 og var fremstur meðal annarra í forystu um byggingu íþróttahúss að Jaðarsbökkum. Hann var varaforseti Íþróttasambands Íslands frá 1992 til 1997 og heiðursfélagi bæði ÍA og ÍSÍ.

Magnús var góður félagi og hafði mikinn metnað fyrir öllu því íþróttastarfi sem unnið var á Akranesi. Hann var sérstaklega áhugasamur um knattspyrnuna, enda hafði hann kynnst Akranesliðinu á sínum yngri árum og fylgdist vel með velgengni þess á þeim tíma. Eftir að hann fluttist til Akranes leyndi sér ekki áhugi hans og var hann tíður gestur á íþróttavellinum .

Eftirlifandi eiginkona Magnúsar er Svandís Pétursdóttir, fyrrum sérkennari á Akranesi. Sonur þeirra er Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu.

„Knattspyrnufélag ÍA þakkar Magnúsi Oddssyni fyrir ómetanlegt starf í þágu íþróttastarfs á Akranesi og sendir Svandísi og Pétri og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur.

Edit Content
Edit Content
Edit Content