Allar stelpur í fótbolta!

Íslenska kvennalandsliðið er á leiðinni á EM í sumar og stelpurnar okkar á Skaganum eru að verða tilbúnar fyrir sumarið.

Útiklifur tímabilið hófst með stæl hjá ÍA.

Þrátt fyrir vafasama verðuspá, haglél á köflum og kulda, klifruðu ÍA klifrarar ásamt gestum af höfuðborgarsvæðinu í Akrafjalli á árlegu “Sumardaginn fyrsta” klifri, viðburður sem hefur fest sig í sessi síðast liðin ár. Mikil vinna hefur farið í að undibúa svæðið með boltun og hreinsu klifurleiða og eru nú níu fullbúnar línuklifurleiðir í Akrafjalli. Fleiri […]

Valdís Þóra komst í gegnum niðurskurð á LET móti á Spáni

Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur úr Leyni komst í gegnum niðurskurðinn á Estrella Damm mótinu á LET Evrópumótaröðinni sem hófst á Spáni fimmtudaginn 20. apríl.

Valdís Þóra lék á 68 höggum eða -3 á fyrsta hringnum og í dag föstudag lék hún á 72 höggum eða +1 á öðrum hringnum. Valdís Þóra er því á -2 samtals þegar keppni er hálfnuð og í 22. sæti.

Golfklúbburinn Leynir sendir Valdísi Þóru bestu óskir um gott gengi.

Mynd/LET

Patryk Stefanski til ÍA

Patryk Stefanski til ÍA Pólski sóknarmaðurinn Patryk Stefanski er genginn til liðs við ÍA.  Patryk kom á reynslu í æfingaferð

ÍA tapaði gegn Grindavík

ÍA spilaði sinn síðasta leik í Lengjubikarnum þegar þær mættu firnasterku liði Grindavíkur, sem skartaði sex útlendingum í byrjunarliðinu. Með

Gleðilegt sumar – vel heppnaður vinnudagur

Gleðilegt sumar félagsmenn og allir vinir Golfklúbbsins Leynis.

Það styttist í opnun Garðavallar og mikið verður þá gaman. Vinnudagurinn 20. apríl tókst vel í alla staði og veðrið lék við þá sem mættu þ.e. vindur, slydda, sól og bara allur pakkinn.

Félagsmenn tókust á við tiltekt á velli en skógarmenn GL höfðu verið ansi duglegir að grisja tré síðustu daga og okkar beið smá vinna að hirða upp eftir þá.

Félagsmenn fengu einnig það skemmtilega verkefni að þokuleggja ný-framkvæmdina við 4. flöt sem er á að taka á sig flotta mynd og verður frábært að spila inn á þessa flöt eftir breytingar.

19. holan og Steinþór Árnason yfir “vert” bauð að loknum skemmtilegum vinnudegi í súpu og brauð í golfskála þar sem dagurinn varð gerður upp. Fyrir þá sem ekki komust í dag 20. apríl ætlar Steinþór að bjóða frískum félagsmönnum aftur í súpu og brauð laugardaginn 22. apríl þegar við hittumst næst. Takk fyrir okkur Steinþór.

Vinnudagar 20. og 22. apríl 2017

Vorið er á næsta leyti og völlurinn okkar mun opna á næstu dögum eða við fyrsta tækifæri þegar aðstæður leyfa.

Að venju er ætlunin að hafa vinnudaga til að koma vellinum í það ástand sem nauðsynlegt er. Áætlað er að hafa tvo vinnudaga og sá fyrsti verður á morgun fimmtudag 20. apríl kl. 9-12 og sá síðari laugardaginn 22. apríl kl. 9-12. Mæting verður við vélaskemmu þar sem félagsmönnum verður úthlutað verkefni.

Verkefnið fimmtudaginn 20. apríl er að þökuleggja svæði við 4. flötina þar sem breytingar hafa átt sér stað í vetur. Ef mæting er góð þá verða næg önnur verkefni s.s. tiltekt á velli, koma út bekkjum, ruslafötum, brautarskiltum, teigmerkjum ofl. á sinn stað.

Verkefnið laugardaginn 22. apríl verður að halda áfram með útistandandi verkefni frá fimmtudeginum. Póstur verður sendur til félagsmanna á föstudeginum til að minna fólk á að mæta og hjálpa til við að koma vellinum okkar í flott ástand fyrir sumarið.

Áhugasamir félagsmenn sem komast til að aðstoða þessa boðaða vinnudaga eru vinsamlega beðnir að láta framkvæmdastjóra GL vita með svari á netfangið leynir@leynir.is eða í síma 896-2711.

Áttu eftir að greiða félagsgjaldið 2017 ?

Nú styttist með hverjum deginum í að völlurinn okkar opni og því mikilvægt að klára greiða félagsgjaldið 2017. Frá og með 1. maí n.k. verða þeir sem ekki hafa greitt félagsgjaldið gerðir óvirkir á golf.is sem þýðir að viðkomandi geta ekki tekið þátt í golfmótum né skráð sig á rástíma.

Þeim félagsmönnum sem vilja notfæra sér aðra greiðslumöguleika er bent á að hafa samband við framkvæmdastjóra GL í síma 431-2711 eða með tölvupósti á leynir@leynir.is

Athugið

Hægt er að greiða félagsgjaldið á heimasíðu IA, sjá www.ia.is (iðkendavefur IA – Skráning í Nóra -). Ath: í Nóra er valmöguleiki á greiðslum og geta iðkendur greitt með greiðsluseðli sendum í heimabanka.

Eins er hægt að greiða inn á reikning GL k.t. 580169-6869 og bankanr. 0186-26-601 (vinsamlegast látið fylgja með í skýringu kennitölu sé þessi leið notuð).