ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Valdís Þóra komst í gegnum niðurskurð á LET móti á Spáni

Valdís Þóra komst í gegnum niðurskurð á LET móti á Spáni

21/04/17

#2D2D33

Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur úr Leyni komst í gegnum niðurskurðinn á Estrella Damm mótinu á LET Evrópumótaröðinni sem hófst á Spáni fimmtudaginn 20. apríl.

Valdís Þóra lék á 68 höggum eða -3 á fyrsta hringnum og í dag föstudag lék hún á 72 höggum eða +1 á öðrum hringnum. Valdís Þóra er því á -2 samtals þegar keppni er hálfnuð og í 22. sæti.

Golfklúbburinn Leynir sendir Valdísi Þóru bestu óskir um gott gengi.

Mynd/LET

Edit Content
Edit Content
Edit Content