ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Gleðilegt sumar – vel heppnaður vinnudagur

Gleðilegt sumar – vel heppnaður vinnudagur

20/04/17

#2D2D33

Gleðilegt sumar félagsmenn og allir vinir Golfklúbbsins Leynis.

Það styttist í opnun Garðavallar og mikið verður þá gaman. Vinnudagurinn 20. apríl tókst vel í alla staði og veðrið lék við þá sem mættu þ.e. vindur, slydda, sól og bara allur pakkinn.

Félagsmenn tókust á við tiltekt á velli en skógarmenn GL höfðu verið ansi duglegir að grisja tré síðustu daga og okkar beið smá vinna að hirða upp eftir þá.

Félagsmenn fengu einnig það skemmtilega verkefni að þokuleggja ný-framkvæmdina við 4. flöt sem er á að taka á sig flotta mynd og verður frábært að spila inn á þessa flöt eftir breytingar.

19. holan og Steinþór Árnason yfir “vert” bauð að loknum skemmtilegum vinnudegi í súpu og brauð í golfskála þar sem dagurinn varð gerður upp. Fyrir þá sem ekki komust í dag 20. apríl ætlar Steinþór að bjóða frískum félagsmönnum aftur í súpu og brauð laugardaginn 22. apríl þegar við hittumst næst. Takk fyrir okkur Steinþór.

Edit Content
Edit Content
Edit Content