Íþróttamaður Akraness 2023 Tilnefningar

Þann 6. janúar næstkomandi verður tilkynnt um val á Íþróttamanni Akraness árið 2023. Kjör Íþróttamanns Akraness verður áfram með sama sniði og seinast en  streymt verður í gegnum ÍATV frá Garðavöllum í kjölfar flugeldasýningarinnar. Opnað hefur verið fyrir kosningu HÉR í þjónustugátt Akraneskaupstaðar og er kosningin opin frá 28. desember til og með 4. janúar. […]

Æfingar að hefjast hjá Klifurfélaginu

Æfingar hefjast í dag, mánudaginn 27. ágúst hjá Klifurfélaginu í aðstöðunni á Smiðjuloftinu. Skráning í klifur er í Nóra https://ia.felog.is/ Hópar eru að fyllast og því mikilvægt að bregðast skjótt við. Nánari upplýsingar á heimasíðu Klifurfélags ÍA Hér má sjá æfingatöflu Klif-A  

Góður árangur ÍA á Íslandsmeistarmóti.

Öðru móti Íslandsmeistarmótaraðarinnar í klifri lauk í Klifurhúsinu í dag með keppni eldri flokka, 16-19 ára og 20+. Keppendur ÍA stóðu sig með prýði og í 16-19 ára flokki sigraði Brimrún Eir Óðinsdóttir og var þetta annar sigur hennar á jafnmörgum mótum. Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir hafnaði í þriðja sæti og var þetta hennar fyrsta keppni […]

Skráning í klifur

Æfingar hjá Klifurfélagi ÍA hefjast í vikunni og nú er opið fyrir skráningu. Öll skráning fer fram gegnum iðkendasíðu ÍA. Æfingatafla vorannar er birt á facebooksíðu félagsins, með fyrirvara um breytingar sem get orðið eftir að skráningu lýkur. Nánari upplýsingar má finna á facebooksíðu félagsins eða iaklifur@gmail.com

ÍA klifrarar skelltu sér norður í land yfir helgina og klipu í norðlenskt berg, í Munkaþverárgili rétt fyrir utan Akureyri. Brimrún Eir Óðinsdóttir leiddi “Róló” (5.6) og “Sófus” (5.8) og tók nokkrar vinnuferðir í “Undir brúnni” (5.9), “Bláu ullinni” (5.9) og “Englaryki (5.9) og verða þær settar á To-do listann fyrir næstu ferð. Sylvia Þórðardóttir […]

Frábær árangur hjá ÍA á Bikarmóti Íslands.

Brimrún Eir Óðinsdóttir tryggði sér annað sætið í flokki unglingsstúlkna á glæsilegu Bikarmeistaramóti Íslands í klifri sem fram fór í Klifurhúsinu um helgina. Stúlkurnar klifruðu fjórar leiðir og Brimrún Eir toppaði þrjár leiðir í fjórum tilraunum. Gabríela Einarsdóttir úr Björkinni toppaði þrjár leiðir í þremur tilraunum og fór því með sigur af hólmi. Brimrún Eir […]

Vel heppnað þriðja mót vetrarins.

Klifurmót 3 fór fram í Klifurhúsinu í dag og fjölmenntu ÍA klifrarar á mótið. Tæplega tuttugu klifrarar renndu gegnum Hvalfjarðargöngin og skelltu sér á vegginn. Í aldursflokknum 6-8 ára náðu stigaáskorun mótsins þau Stígur Bergmann, Guðjón Gauti og Þórkatla Þyrí. Í 9-12 ára flokknum náði Sverrir Elí stigaáskorun síns flokks. Í unglingaflokki keppti Brimrún Eir […]

Opið fyrir skráningu í klifur

Skráning er er hafin í klifur gegnum skráningarkerfi ÍA (http://ia.is/almennt-um-ia/idkendasida-ia/) og hefjast æfingar formlega þriðjudaginn 10. jan. Hópaskipting og æfingatímar verða eins og hér segir (áskiljum okkur þó rétt til breytinga): 1-2 bekkur: Þriðjudagar og fimmtudagar 14.00-14.40 3-4 bekkur: Þriðjudagar og fimmtudagar 14.50-15.50 5-10 bekkur: Þriðjudagar og fimmtudagar 15.50-17.00 og laugardagar 10.30-12.00. Áfram verða fjöldatakmarkanir […]

Brimrún Eir klifraði til bronsverðlauna

Íslandsmeistarmótið í línuklifri fór fram í Björkinni í Hafnarfirði í gær og keppt var í þremur aldursflokkum. ÍA sendi fjóra klifrara til þátttöku og er þetta í fyrsta sinnn sem ÍA tekur þátt í slíku móti. Mótið fór þannig fram að klifrarar fara allir tvær leiðir og fjórir efstu í hverjum flokki fara áfram í […]

Metþátttaka á öðru móti vetrarins.

Annað mót vetrarins var haldið í Klifurhúsinu í Reykjavík. Fjölmargir ungir klifrarar mættu til þátttöku og áætlað var að um 90 klifrarar hafi tekið þátt. Nálægt 20 klifrarar frá ÍA á aldrinum 6-16 ára mættu til leiks og það var virkilega gaman að sjá svona mörg ÍA merki í húsinu. Krakkarnir stóðu sig mjög vel og […]