Klifurmót 3 fór fram í Klifurhúsinu í dag og fjölmenntu ÍA klifrarar á mótið. Tæplega tuttugu klifrarar renndu gegnum Hvalfjarðargöngin og skelltu sér á vegginn. Í aldursflokknum 6-8 ára náðu stigaáskorun mótsins þau Stígur Bergmann, Guðjón Gauti og Þórkatla Þyrí. Í 9-12 ára flokknum náði Sverrir Elí stigaáskorun síns flokks. Í unglingaflokki keppti Brimrún Eir og hafnaði í þriðja sæti með 130 stig. ÍA klifrarar stóðu sig virkilega vel og voru félaginu til sóma og prýði. Óskum öllum ÍA klifrurum til hamingju með frábæra frammistöðu.