ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

05/06/17

Munk

ÍA klifrarar skelltu sér norður í land yfir helgina og klipu í norðlenskt berg, í Munkaþverárgili rétt fyrir utan Akureyri. Brimrún Eir Óðinsdóttir leiddi “Róló” (5.6) og “Sófus” (5.8) og tók nokkrar vinnuferðir í “Undir brúnni” (5.9), “Bláu ullinni” (5.9) og “Englaryki (5.9) og verða þær settar á To-do listann fyrir næstu ferð. Sylvia Þórðardóttir fór hálfa leið upp “Róló” í ofanvaði og þjálfari félagsins, Þórður Sævarsson, klifraði nokkrar nýjar leiðir, Englaryk og Skurk (5.9), Tímaglasið (5.11a) og eitthvað fleira. Veðrið var með besta móti en mikil bleyta í mörgum leiðum eftir rigningartíð. Þórður kláraði svo í vikunni tvær erfiðustu grjótglímuleiðirnar í Akrafjalli, “The Jesus Christ Pose” (7A+) og “Skagaslátrarann” (7B) eftir margra mánaða vinnu.

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content