Mörg verðlaun á Íslandsmeistaramóti unglinga í kata

Íslandsmeistaramót unglinga í kata fór fram laugardaginn 20. febrúar í Smáranum, Kópavogi, í umsjón Karatedeild Breiðabliks. Alls kepptu sex unglingar frá karatefélagi Akraness á mótinu og stóðu þau sig vel. Kristinn Benedikt Hannesson, Kristrún Bára Guðjónsdóttir og Ólafur Ían Brynjarsson fengu bronsverðlaun í hópkata 12-13 ára. Kristrún Bára Guðjónsdóttir varð Íslandsmeistari í kata stúlkur 13 […]

Gráðun 11.des og jólafrí

Þá fer að koma að gráðun. Mæting kl 15:30 niður í speglasal næsta föstudag, þann 11.des. Gráðunargjald er 1500kr og svo er hægt að kaupa ný belti á 1500kr eða notuð á 500kr. Munið að koma með litlu rauðu gráðunarbókina. Þeir sem eiga ekki svoleiðis geta keypt hana á staðnum á 500kr. Eftir gráðun er […]

Foreldraæfingar

Næsta miðvikudag, þann 28. nóv, verður foreldraæfing hjá karateskólanum. Foreldrar mega þá mæta með börnunum á æfingu og vera með. Það átti að vera foreldraæfing í dag hjá framhaldshópum en vegna athyglisskorts hjá þjálfurum ætlum við að færa hana fram á næsta mánudag, 2.október 🙂 Vonandi sjáum við sem flesta foreldra á báðum æfingum.

Æfing á föstudag

Einar verður með æfingu fyrir framhaldshóp fullorðina og unglinga föstudaginn 21.ágúst kl 18:00. Við vonumst til að sjá sem flesta 🙂

Uppstigningardagur

Fimmtudaginn næstkomandi er íþróttahúsið lokað þar sem það er uppstigningardagur. Æfing hjá karateskólanum fellur því niður þann daginn. Æfingin á þriðjudaginn er þá seinasta æfing fyrir gráðun.

Tími fellur niður

Vegna forfalla kennara fellur tíminn hjá karateskólanum niður í dag, þann 30. apríl. Við biðjumst afsökunar á þessum litla fyrirvara.

Sumardagurinn fyrsti

Þar sem sumardagurinn fyrsti er næsta fimmtudag er engin æfing hjá karateskólanum.

vorönn 2015

Æfingar hjá KAK byrja aftur miðvikudaginn 7.jan (8.jan fyrir byrjendahóp barna). Ath. að börn sem voru í byrjendahóp seinustu önn verða áfram þar nema annað sé tekið fram.

jólafrí

Núna er karateskólinn kominn í jólafrí svo að það verður ekki æfing fyrr en 8. jan. Framhaldshóparnir fara svo í frí 19.des og byrja aftur 7. jan.

vina- og foreldraæfing

Á morgunn, fimmtudaginn 30.okt verður vina/foreldraæfing hjá karateskólanum. Allir mega koma með vin eða foreldra með á æfingu. Jafnvel bæði 🙂