Frí 16.- og 17. okt

Það verður frí hjá karateskólanum fimmtudaginn 16.okt, og sömuleiðis hjá framhaldshópi barna föstudaginn 17.okt vegna skólafrís.

Byrjendaæfingar haust 2014

Byrjendaæfingar byrja núna í næstu viku. Byrjendahópur unglinga og fullorðna verður kl 18:30 -19:30 á mánudögum og miðvikudögum og byrjar núna á mánudaginn 25. ágúst.Karateskólinn verður kl 17:00 – 17:50 á þriðjudögum og fimmtudögum og byrjar næsta þriðjudag, 26. ágúst.(Þær æfingar eru fyrir byrjendur og upp í rauða beltið)

Haustönn að hefjast

Æfingar byrjar í næstu viku. Sameiginlegur framhaldshópur unglinga og fullorðinna verður kl 17:00 – 18:30 á mán/mið/föst.Æfingar byrjendahópa verða auglýstar síðar.Ath. að krakkar sem voru í byrjendahóp á seinustu önn verða þar áfram.

Gráðun á morgunn

Jæja, þá er gráðun á morgunn. Þeir sem eru að fara að gráðast skulu mæta svona 15-10mín fyrir 5 og hafa með pening og rauðu bókina sína (þeir sem eiga). Eftir gráðun er skemmtun í skógræktinni eins og talað var um í seinustu færslu svo að munið að taka hlý föt með.Eftir gráðunardag verða sameiginlegar […]

Skemmtun eftir gráðun

Eftir gráðun á föstudaginn verður farið upp í skógrækt kl 18:30 og þar verður boðið upp á pulsur og farið í leiki. Látið vita á facebook eða senda póst á kak.gjaldkeri hjá gmail.com ef ætlið að mæta svo að við höfum örugglega nóg af öllu.Eftir gráðunardag er svo karateskólinn kominn í sumarfrí en framhaldshóparnir halda […]

Vorgráðun

Nú fer að styttast í gráðun hjá okkur og þess vegna er mikilvægt að allir mæti á þær æfingar sem eru eftir. Gráðunin verður haldin föstudaginn 16.maí kl 17:00 niðri í speglasal í íþróttahúsinu við Vesturgötu.Gráðunargjald er 1500kr og ný belti kosta 1200kr.

Frí 1.maí

Það er frí fimmtudaginn 1.maí þar sem íþróttahúsið verður lokað.

Páskaeggjaleit á fimmtudaginn

Á morgun, fimmtudaginn 10.apríl, verður páskaeggjaleit í staðinn fyrir æfingu. Byrjendur og framhaldshópur barna mæta öll kl 17:00 upp í íþróttahúsið á Vesturgötu klædd í útiföt. Við setjum upp ratleik sem endar á því að allir fá lítið páskaegg.Eftir þessa æfingu byrjar páskafrí en æfingar hefjast aftur þann 22.apríl.

Æfing fellur niður

Æfing á föstudaginn 4.apríl fellur niður vegna æfingabúða hjá Richard Amos yfir helgina.Við vonumst til að sjá sem flesta þar í staðinn. https://www.facebook.com/events/1443826199182616/?ref_dashboard_filter=upcoming

Pizza og mynd

Næstkomandi fimmtudag 27. mars verður video kvöld á Jaðarsbökkum kl 18:00. Pöntuð verður pitsa einnig. Kostnaður er fyrir barn 600 kr. Gott væri að fá skilaboð á facebook um hvort ykkar barn mætir. Þau börn sem eru á æfingu verður skutlað á staðinn.