Íslandsmeistaramót unglinga í kata fór fram laugardaginn 20. febrúar í Smáranum, Kópavogi, í umsjón Karatedeild Breiðabliks.
Alls kepptu sex unglingar frá karatefélagi Akraness á mótinu og stóðu þau sig vel. Kristinn Benedikt Hannesson, Kristrún Bára Guðjónsdóttir og Ólafur Ían Brynjarsson fengu bronsverðlaun í hópkata 12-13 ára. Kristrún Bára Guðjónsdóttir varð Íslandsmeistari í kata stúlkur 13 ára. Amalía Sif, Eiður Andri, Guðbjörg Birta fengu einnig bronsverðlaun í hópkata 16-
17 ára. Sama dag fór svo fram Íslandsmeistarakeppni barna í kata og tóku fimm keppendur þátt í mótinu frá karatefélagi Akraness. Þau stóðu sig einnig vel.