Vorfjarnám í þjálfaramenntun
Vorfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ mun hefjast mánudaginn 6. febrúar nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur og gildir námið jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá […]
Myndböndin sem sýnd voru við kjör íþróttamanns Akraness
Við kjör íþróttamanns Akraness 2016 var sýnt myndband um íþróttamann Akraness 2015, Ágúst Júlíusson. Myndbandið má sjá hér https://vimeo.com/198085719 Árið 2016 var 70 ára afmælisár ÍA og var því m.a. fagnað með íþróttahátíð í íþróttahúsinu við Vesturgötu, sem fagnaði 40 ára afmæli. Stutt myndband hefur verið sett saman um afmælishátíðina og er hægt að skoða það […]
Íþróttamaður Akraness í beinni
Kjör íþróttamanns Akraness verður í beinni á ÍA TV https://www.youtube.com/channel/UCnQHvY_UsVTOWKUfy0bKFug/featured
Valdís Þóra er íþróttamaður Akraness 2016
Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, var í kvöld kjörinn íþróttamaður Akraness 2016. Þetta er í fimmta sinn sem Valdís Þóra er efst í þessu kjöri en hún varð fjórum sinnum í röð íþróttamaður ársins á Akranesi á árunum 2007-2010. Sundmaðurinn Ágúst Júlíusson varð annar í kjörinu og Einar Örn Guðnason kraftlyftingamaður varð þriðji. Í […]
Íþróttamaður Akraness
Að lokinni hinni árlegu þrettándabrennu þann 6. janúar nk. verður íþróttamaður Akraness krýndur. Blysför í fylgd álfa, trölla og jólasveina hefst við Þorpið að Þjóðbraut 13 kl. 18:00. Björgunarfélag Akraness sér um brennuna og flugeldasýningu sem hefst um kl. 18:30. Að því loknu býður Íþróttabandalag Akraness gestum í íþróttahúsið að Jaðarsbökkum þar sem boðið verður upp […]
Umhugsunarefni
Jólafríið er sá tími sem sundkrakkarnir okkar nýta til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil og er þeim mikilvægur. Þessa daga um hátíðarnar hafa bæði vindar og viðgerðir á pottum Jaðarsbakka verið að stríða okkur. Í tvígang höfum við tekið krakka upp úr lauginni því plötur af „skjólvegg“ sem gerður var til að girða af […]
Val á Íþróttamanni Akraness
Þann 6. janúar næstkomandi verður tilkynnt um val á Íþróttamanni Akraness árið 2016. Athöfnin fer fram í Íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum að lokinni þrettándabrennu. Búið er að opna fyrir kosningu um val á Íþróttamanni Akraness og er kosningin opin frá 23. desember til og með 3. janúar. Eyðublað og frekari upplýsingar um aðila sem tilnefndir eru, má […]
Jólakveðja frá ÍA
Framkvæmdastjórn Íþróttabandalags Akraness sendir iðkendum og stuðningsmönnum sínar bestu jólakveðjur. Þökkum gott og árangursríkt samstarf á afmælisárinu.
Frábær árangur Valdísar Þóru
Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum að kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni vann sér inn keppnisrétt á LET Evróumótaröðinni í golfi. Frábær árangur hjá þessari miklu afrekskonu. Skagafréttir www.skagafrettir.is hafa skrifað nokkrar fréttir um afrekið og má lesa um það á vef þeirra. Til hamingju Valdís – við erum stolt af þér
Ályktun frá Sundfélagi Akraness um sundlaugarmál
Vísað er til kynningarfundar á vegum framkvæmdaráðs Akraneskaupstaðar þann 5. desember sl. Stjórn Sundfélags Akraness telur nauðsynlegt að koma á framfæri við bæjarstjórn eftirfarandi athugasemdum í framhaldi af þeirri kynningu. Það er gleðiefni að bæjarfélagið skuli nú áforma að hefja nýjan kafla í viðhaldi og uppbyggingu íþróttamannvirkja á Akranesi. Þannig verði stuðlað að því að […]