ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Valdís Þóra er íþróttamaður Akraness 2016

Valdís Þóra er íþróttamaður Akraness 2016

06/01/17

ash9a9919

Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, var í kvöld kjörinn íþróttamaður Akraness 2016. Þetta er í fimmta sinn sem Valdís Þóra er efst í þessu kjöri en hún varð fjórum sinnum í röð íþróttamaður ársins á Akranesi á árunum 2007-2010. Sundmaðurinn Ágúst Júlíusson varð annar í kjörinu og Einar Örn Guðnason kraftlyftingamaður varð þriðji. 

Í umsögn um Valdísi Þóru segir m.a. “Valdísi Þóru þarf vart að kynna fyrir Skagamönnum, margfaldur klúbbmeistari Golfklúbbsins Leynis, einn fremsti kvenkylfingur landsins til margra ára og nú atvinnumaður í golfi. Valdís Þóra hefur allt frá unglingsaldri verið með skýr markmið og hefur ávallt verið til fyrirmyndar innan sem utan vallar. Valdís Þóra keppti lítið á Íslandi á árinu, varð þó í öðru sæti á Íslandsmeistaramótinu á Akureyri í sumar á glæsilegu skori. Hennar aðalmarkmið á árinu var að komast á LET Evrópumótaröð kvenna í golfi og tókst það á glæsilegan hátt með því að ná öðru sæti á lokaúrtökumótinu í Marokkó á dögunum en einungis tvær íslenskar konur hafa afrekað það áður.”

Umfjöllun Skagafrétta

Myndasyrpa Skagafrétta 

Umfjöllun Skessuhorns er hér

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content