Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum að kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni vann sér inn keppnisrétt á LET Evróumótaröðinni í golfi. Frábær árangur hjá þessari miklu afrekskonu. Skagafréttir www.skagafrettir.is hafa skrifað nokkrar fréttir um afrekið og má lesa um það á vef þeirra.