Tímamót í kjöri íþróttamanns Akraness
Upprunin eru tímamót í kjöri Íþróttamanns Akraness, en nýr verðlaunagripur verður tekinn í notkun og afhentur í fyrsta skipti þegar kjör íþróttamanns Akraness verður tilkynnt 6. janúar n.k.. Þá verður sá gamli lagður til hliðar til varðveislu hjá ÍA. Sá gamli, Friðþjófsbikarinn hefur verið afhentur í alls 30 skipti. Frá árinu 1977 hefur kjörið verið […]
Síðasti dagur íbúakosningu fyrir kjör íþróttamanns Akraness
Nú er síðasti dagur íbúakosningu vegna kjörs íþróttamanns Akraness runninn upp. Íþróttabandalaga Akraness hvetur alla til þess að taka þátt. Áfram ÍA
Kristín valin Kraftlyftingakona ársins hjá KRAFT
Kristín Þórhallsdóttir hjá Kraftlyftingafélagi Akraness var valin nú á dögunum Kraftlyftingamaður/kona ársins hjá Kraftlyftingasambandi Íslands. Hún var einnig tilnefnd í kjör íþróttafréttamanna um val á Íþróttamanni ársins og er þar í topp 10. Til hamingju Kristín
Kjör Íþróttamanns Akraness
Hið árlega kjör Íþróttamanns Akraness hefst á morgun þriðjudag 28.12 og stendur kosning til og með 03.01.2022. Vegna COVID-19 þá er það annað árið í röð sem ekki öll aðildarfélög ÍA geta verið með tilnefningar í þetta kjör Ekki var hægt að halda alla þá viðburði sem áætlaðir voru árið 2021. Úrslit verða kunngerð þann […]
Gleðileg Jól !
Meistarar ÍA
ÍA hefur á stuttum tíma eignast nokkra meistara Þær Drífa Harðardóttur Badminton og Kristín Þórhallsdóttir Kraftlyftingar eru þær nýjustu. Það er stutt síðan Drífa tryggði sér heimsmeistara titla á Spáni eða þann 4. desember sl. Í tvenndarleik ásamt dönskum meðspilara og síðar sama dag í tvíliðaleik þá ásamt Elsu Nielsen. Kristín Þórhallsdóttir tryggði sér evrópumeistaratitil […]
Fimleikafélagið – laust starf
Fimleikafélag Akraness augýsir eftir framkvæmdastjóra í 70% starfshlutfall Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu Auglýsing frá FIMÍA
Íslandsmeistari í klifri
Skagastúlkur voru sigursælar á Íslandsmeistaramótinu í klifri um liðina helgi 13-14 nóv., þegar fjórða og síðasta mót grjótglímu mótaraðarinnar (e. bouldering) fór fram. Þórkatla Þyrí Sturludóttir varð Íslandsmeistari í C flokki (stúlkur fæddar 2008 og 2009) og Ester Guðrún Sigurðardóttir náði silfri í sama flokki. Silvía Þórðardóttir landaði einnig silfur verðlaunum í B flokki (stúlkur […]
Íslandsmeistaratitill, 2 silfur, 9 brons, 3 landsliðslágmörk og 8 Akranesmet á IM25 í sundi
Frábær árangur hjá sundfólki SA um helgina á Íslandsmeistaramóti í 25m laug. Í slandsmeistaratitill, 2 silfur, 9 brons, 3 landsliðslágmörk og 8 Akranesmet ! 172 sundmenn frá 15 félögum um allt land tóku þátt í Íslandsmeistramóti í 25m laug sem fram fór í Ásvallalaug í Hafnarfirði helgina 12-14 nóvember. Sundfélag Akraness var með níu sundmenn […]
Á miðnætti tekur gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra
Á miðnætti tekur gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir. Reglugerðin mun gilda 13. nóvember – 8. desember nema annað verði tilgreint. Eftirfarandi eru helstu atriði er snerta íþróttahreyfinguna: Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns og heimilt verður að hafa allt að 50 manns á æfingum og í keppni. Grímuskylda mun gilda þar sem ekki verður hægt […]