Tímamót í kjöri íþróttamanns Akraness

Upprunin eru tímamót í kjöri Íþróttamanns Akraness, en nýr verðlaunagripur verður tekinn í notkun og afhentur í fyrsta skipti þegar kjör íþróttamanns Akraness verður tilkynnt 6. janúar n.k.. Þá verður sá gamli lagður til hliðar til varðveislu hjá ÍA. Sá gamli, Friðþjófsbikarinn hefur verið afhentur í alls 30 skipti. Frá árinu 1977 hefur kjörið verið […]

Kristín valin Kraftlyftingakona ársins hjá KRAFT

Kristín Þórhallsdóttir hjá Kraftlyftingafélagi Akraness var valin nú á dögunum Kraftlyftingamaður/kona ársins hjá Kraftlyftingasambandi Íslands. Hún var einnig tilnefnd í kjör íþróttafréttamanna um val á Íþróttamanni ársins og er þar í topp 10. Til hamingju Kristín

Kjör Íþróttamanns Akraness

Hið árlega kjör Íþróttamanns Akraness hefst á morgun þriðjudag 28.12 og stendur kosning til og með 03.01.2022. Vegna COVID-19 þá er það annað árið í röð sem ekki öll aðildarfélög ÍA geta verið með tilnefningar í þetta kjör Ekki var hægt að halda alla þá viðburði sem áætlaðir voru árið 2021. Úrslit verða kunngerð þann […]

Meistarar ÍA

ÍA hefur á stuttum tíma eignast nokkra meistara Þær Drífa Harðardóttur Badminton og Kristín Þórhallsdóttir Kraftlyftingar eru þær nýjustu. Það er stutt síðan Drífa tryggði sér heimsmeistara titla á Spáni eða þann 4. desember sl. Í tvenndarleik ásamt dönskum meðspilara og síðar sama dag í tvíliðaleik þá ásamt Elsu Nielsen. Kristín Þórhallsdóttir tryggði sér evrópumeistaratitil […]

Fimleikafélagið – laust starf

Fimleikafélag Akraness augýsir eftir framkvæmdastjóra í 70% starfshlutfall Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu Auglýsing frá FIMÍA

Íslandsmeistari í klifri

Skagastúlkur voru sigursælar á Íslandsmeistaramótinu í klifri um liðina helgi 13-14 nóv., þegar fjórða og síðasta mót grjótglímu mótaraðarinnar (e. bouldering) fór fram. Þórkatla Þyrí Sturludóttir  varð Íslandsmeistari í C flokki (stúlkur fæddar 2008 og 2009) og Ester Guðrún Sigurðardóttir náði silfri í sama flokki. Silvía Þórðardóttir landaði einnig silfur verðlaunum í B flokki (stúlkur […]

Á miðnætti tekur gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra

Á miðnætti tekur gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir. Reglugerðin mun gilda 13. nóvember – 8. desember nema annað verði tilgreint.  Eftirfarandi eru helstu atriði er snerta íþróttahreyfinguna:  Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns og heimilt verður að hafa allt að 50 manns á æfingum og í keppni. Grímuskylda mun gilda þar sem ekki verður hægt […]