Einkaþjálfarar og hóptímar hjá ÍA

Nokkrir sjálfstætt starfandi einkaþjálfarar eru starfandi í þreksölunum og bjóða uppá persónulega þjónustu varðandi heilsurækt. Einnig eru í gangi fjölbreytt flóra af hóptímum. Áhugasömum er bent á að hafa samband við viðeigandi aðila varðandi nánari upplýsingar. Þeir sem kaupa árskort í þrek og sund eiga rétt á 60 mín með leiðbeinanda í þreksalnum. Starfandi einkaþjálfarar sjá um […]

Hvatningastyrkir ÍA afhentir

[et_pb_section admin_label=”section”][et_pb_row admin_label=”row”][et_pb_column type=”4_4″][et_pb_text admin_label=”Text”] Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, formaður ÍA, afhenti Sigurfara, Siglingarfélagi Akraness hvatningarstyrk vegna siglingarnámskeiðs sumarið 2017 og dugnað við sjálfboðavinnu.  Það var Guðmundur Benediktsson formaður Sigurfara ásamt Önnu Guðrúnu Ahlbrecht stjórnarmanni í Sigurfara sem veittu styrknum móttöku.  Formður ÍA veitti Hnefaleikafélagi Akraness einnig hvatningarstyrk fyrir sjálfboðavinnu við framkvæmdir á aðstöðu Hnefaleikafélagsins í […]

Þjálfaramenntun ÍSÍ – Haustfjarnám 2017 – 1. og 2. stig

Haustfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 18. september nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur og gildir námið jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til […]

Unglingalandsmótið er líka fyrir Skagamenn!

Að venju fer Unglingalandsmót UMFÍ fram um verslunarmannahelgina, að þessu sinni á Egilsstöðum.  Mótið hefst föstudaginn 4. ágúst og lýkur um miðnætti sunnudaginn 6. ágúst. Þó er sú undantekning að keppni í golfi fer fram á fimmtudeginum 3. ágúst. Í ár eru 23 mismunandi íþróttagreinar í boði þannig að allir áhugasamir ættu að geta fundið […]

Áfram Ísland! í íþróttahúsinu við Vesturgötu á laugardaginn

Hvetjum alla til að koma á landsleik Íslands gegn Belgíu í körfubolta sem fram fer á Akranesi laugardaginn 29. júlí kl: 17:00 í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Fyrir leik verður Fan Zone á veitingastaðnum Gamla Kaupfélagið, um kl: 15:45 mun landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen kíkja við og spjalla við stuðningsmenn. Um að gera að koma við á […]

Frábær þátttaka í Álmanninum

Það var frábær þátttaka í Álmanninum 2017. Fimm lið, 8 konur og 18 karlar hófu keppni við góðar aðstæður á Akranesi þann 28. júní sl.. Í liðakeppninni var það liðið Swagatron sem sigraði eftir milkinn endasprett í sjónum. Sóllrún Sigþórsdóttir varði titil sinn frá 2015 í kvennaflokki og í karlaflokki sigraði Ingvar Hjartarson, bæði voru […]

Álmaðurinn 2017 – Jónsmessuviðburður ÍA

Í samstarfi við Sjóbaðsfélag Akraness og Björgunarfélag Akraness eru við að skipuleggja Þríþrautina Álmanninn á Akranesi.  Mun viðburðuinn jafnframt verða Jónsmessuviðburður okkar hjá ÍA að þessu sinni. Álmaðurinn á Akranesi er skemmtileg þríþrautarkeppni þar sem farið er um þekktustu náttúruperlur á Skaganum, þ.e.  Langasand og Akrafjall. Keppt verður í einstaklings- og liðakeppni en einnig er […]

Góð stemning í Kvennahlaupinu á Akranesi

Tæplega 200 þátttakendur hlupu í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ á Akranesi í gær, þann 18. júní. Viðburðurinn á Akranesi var skipulagður af ÍA og fékk Íþróttabandalagið til liðs við sig öflugan hóp iðkenda og foreldra úr 3. og 4. flokki kvenna í knattspyrnu. Helga Jóhannesdóttir formaður ÍA ræsti hlaupið kl. 11:00 á Akratorgi eftir að Steindóra […]

Góð þátttaka í Hreyfiviku á Akranesi

Íþróttabandalag Akraness tekur þátt í hreyfiviku UMFÍ dagan 29.maí og stendur til 4. júní.  Hreyfivika UMFÍ er árleg lýðheilsuherferð og hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka þátt í hreyfingu og íþróttum en UMFÍ vill að allir landsmenn finni sína uppáhalds hreyfingu og stundi hana sér til heilsubótar. Skagamenn hafa tekið vel […]

Góður árangur GL krakka á fyrstu GSÍ mótum sumarsins

Íslandsbankamótaröðin og Áskorendamótaröð Íslandsbanka hófust um helgina en mótin eru hluti af unglingamótaröðum GSÍ.

Leynir átti 14 fulltrúa á mótunum tveimur, 9 tóku þátt á Áskorendamótaröðinni sem leikin var á Selfossi og 5 léku á Íslandsbankamótaröðinni sem leikin var á Hellu. Á Selfossi gerði Bára Valdís Ármansdóttir sér lítið fyrir og vann Stúlknaflokkinn 15-18 ára, Klara Kristvinsdóttir varð í 3. sæti í sama flokki.

Í piltaflokki 14 ára og yngri gerðu okkar strákar einnig góða hluti. Gabríel Þór Þórðarson varð í 2. sæti og þeir Þorgeir Örn Bjarkason og Ingimar Elfar Ágústsson urðu jafnir í 3. sæti.

Auk þessara 5 verðlaunahafa tóku Bjarki Brynjarsson, Daði Már Alfreðsson, Kári Kristvinsson og Kristín Vala Jónasdóttir þátt á Selfossi og stóðu þau sig öll með stakri prýði.

Á Íslandsbankamótaröðinni á Hellu átti Leynir 5 keppendur. Fjórir léku í flokki 15-16 ára pilta og 1 lék í flokki 14 ára og yngri drengja. Aðstæðu voru krefjandi á Hellu sér í lagi fyrripart sunnudags þegar flestir okkar stráka voru við leik. Veðrið batnaði mikið þegar leið á daginn og það nýtti Björn Viktor Viktorsson sér og lék gott golf sem skilaði honum í hús jafn í 1. sæti. Eftir bráðabana um 1. sætið varð 2. sætið þó hlutskiptið.

Frábær árangur og þátttaka hjá krökkunum okkar. Áfram Leynir og ÍA!