ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Frábær þátttaka í Álmanninum

Frábær þátttaka í Álmanninum

29/06/17

Ræsing Álmannsins 2017

Það var frábær þátttaka í Álmanninum 2017. Fimm lið, 8 konur og 18 karlar hófu keppni við góðar aðstæður á Akranesi þann 28. júní sl.. Í liðakeppninni var það liðið Swagatron sem sigraði eftir milkinn endasprett í sjónum. Sóllrún Sigþórsdóttir varði titil sinn frá 2015 í kvennaflokki og í karlaflokki sigraði Ingvar Hjartarson, bæði voru þau á glæsilegu nýjum brautarmetum. Það var hins vegar ekki keppnin sem var aðalatriðið heldur það að vera með og klára þessa skemmtilegu keppni í viðurvist fjölmargra áhorfenda sem lögðu leið sína á Langasand í kvöld.

Bæjarbúar gátu einnig tekið þátt í Álmanninum án þess að vera með í sjálfri keppninni, sér til heilsubótar og skemmtunar. Einhverjir hjóluðu og gengu á fjallið en aðrir létu hjólreiðarnar nægja og einn harðjaxl synti metrana 400 í sjónum. Nöfn þeirra sem tóku þátt á þennan hátt fóru í pott og var dregið úr honum í lok keppninnar. Alls sex aðilar voru dregnir út og fengu glæsilega vinninga frá VÍS, Sportvörum og stuðningsmannavörur úr vefverslun ÍA.

Við viljum þakka öllum sem aðstoðuðu okkur við framkvæmd Álmannsins 2017. Þar má sérstaklega nefna Siglingafélagið Sigurfara sem sá um að manna kajaka til aðstoðar sundmönnum og Knattspyrnufélagið Kára sem var við brautargæslu. Styrktaraðilum eru einnig færðar þakkir fyrir sitt framlag til verðlauna og veitinga.
Íþróttabandalag Akraness, Sjóbaðsfélag Akraness og Björgunarfélag Akraness þakkar einnig öllum þátttakendum kærlega fyrir komuna, við sjáumst að ári á Álmanninum 2018

Edit Content
Edit Content
Edit Content