ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Góð stemning í Kvennahlaupinu á Akranesi

Góð stemning í Kvennahlaupinu á Akranesi

19/06/17

a1939057

Tæplega 200 þátttakendur hlupu í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ á Akranesi í gær, þann 18. júní. Viðburðurinn á Akranesi var skipulagður af ÍA og fékk Íþróttabandalagið til liðs við sig öflugan hóp iðkenda og foreldra úr 3. og 4. flokki kvenna í knattspyrnu.

Helga Jóhannesdóttir formaður ÍA ræsti hlaupið kl. 11:00 á Akratorgi eftir að Steindóra Steinsdóttir hafði stjórnað upphitun með dyggum stuðningi fótboltastelpnanna. Tvær vegalengdir voru í boði að þessu sinni, 2 km. og 5 km. en stór hópur hljóp lengri vegalengdina í frábæru veðri á Skaganum.

 

Að hlaupi loknu fengu allir keppendur verðlaunapening og hressingu auk þess sem fjórir heppnir þátttakendur voru dregnir út og fengu ýmsar stuðningsmannavörur frá ÍA auk miða á leiki hjá meistarflokkum karla og kvenna frá KFÍA, golfhring fyrir tvo frá Golfklúbbnum Leyni og siglingu fyrir tvo að eigin vali frá Siglingarfélaginu Sigurfara.

 

Á Facebook-síðu ÍA má sjá myndir frá hlaupinu https://www.facebook.com/pg/ithrottabandalagakraness/photos/?tab=album&album_id=1977333239220054 og einnig var búið til stutt myndband um þennan skemmtilega viðburð á Akranesi sem sjá má hér https://vimeo.com/222125589.

Edit Content
Edit Content
Edit Content