Í samstarfi við Sjóbaðsfélag Akraness og Björgunarfélag Akraness eru við að skipuleggja Þríþrautina Álmanninn á Akranesi. Mun viðburðuinn jafnframt verða Jónsmessuviðburður okkar hjá ÍA að þessu sinni.
Álmaðurinn á Akranesi er skemmtileg þríþrautarkeppni þar sem farið er um þekktustu náttúruperlur á Skaganum, þ.e. Langasand og Akrafjall. Keppt verður í einstaklings- og liðakeppni en einnig er í boði að fara þrautina án þess að taka þátt í keppninni sjálfri. Allir eru hvattir til að vera með og taka þátt í a.m.k. einum legg þrautarinnar en þeir aðilar leggja af stað 30 mínútum á undan keppendum. Þeir sem ekki taka þátt í keppninni greiða ekki þáttökugjöld en þá er tíminn ekki tekin á viðkomandi og ekki er heldur möguleiki á að fá verðlaun. Félagar í Björgunarfélagi Akraness verða í fjallinu og við Langasand en eiginleg leiðsögn er ekki í Akrafjalli.
Þríþrautin hefst miðvikudaginn 28.júní kl. 19:00 fyrir keppendur og klukkan 18:30 fyrir þá sem ekki ætla að keppa.
Nánari upplýsingar má finna hér á sérsíðu um keppnina eða á Facebook viðburði þríþrautarinnar