Óskað eftir þátttakendum á námskeið í Grikklandi

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, kven- og karlkyns, á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum Alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 16.-30. júní n.k. Að þessu sinni er aðal umfjöllunarefnið íþróttamaðurinn sem fyrirmynd og áskoranir ólympískra íþróttamanna sem fyrirmynd. Þetta er einstakt tækifæri til að kynna sér starfsemi […]

Fyrirlestur um ábyrgð karlmanna í breyttum heimi

Brúin, starfshópur um forvarnir á Akranesi, býður ykkur til fræðslufundar í Tónbergi miðvikudaginn 28.febrúar kl 19.30. Magnús Orri Schram, stjórnarmaður í UN Women, fjallar um ábyrgð karlmanna í breyttum heimi, ekki síst í ljósi nýrra viðhorfa sem tengjast #metoo byltingunni.  Magnús Orri var með vinnustofu fyrir stjórnendur hjá Akraneskaupstað í byrjun janúar og var fólk mjög […]

Námskeið í Nóra

Greiðslumiðlun mun halda námskeið í Nóra í febrúar ef næg þátttaka fæst. Þriðjudaginn      13. febrúar 2018              Grunnnámskeið Miðvikudaginn 14. febrúar 2018              Framhald I Fimmtudaginn  15. febrúar 2018              Bókhald , fjármál og nýjungar. Námskeiðin eru haldin kl. 9:15 að Katrínartúni 4, Reykjavík. Námskeiðin byrja kl 09:15 og eru áætluð tvær klukkustundir. Verð fyrir hvert námskeið […]

Þjálfaramenntun á 3. stigi ÍSÍ

Vorfjarnám 3. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ mun hefjast mánudaginn 26. feb. nk. og tekur það fimm vikur.  Námið er almennur hluti þjálfaramenntunar ÍSÍ og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.  Það er sjálfstætt framhald náms á 2. stigi þjálfaramenntunar ÍSÍ eða sambærilegs náms. Skráning er rafræn og þarf henni að vera lokið föstudaginn 23. feb.  Þátttökugjald er […]

Umræðupartý fyrir ungt fólk

[et_pb_section admin_label=”section”][et_pb_row admin_label=”row”][et_pb_column type=”4_4″][et_pb_text admin_label=”Text”] Föstudaginn 2. febrúar stendur UMFÍ fyrir sínu 3ja umræðupartýi fyrir ungt fólk og stjórnendur innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar.  Hægt er að skrá sig með því að smella HÉR. Hvað er umræðupartý?  Viðburðurinn hefur það markmið að gefa ungu fólki (16 – 25 ára) tækifæri til þess að koma sínum skoðunum á […]

Aðalfundur Skotfélags Akraness

Aðalfundur Skotfélags Akraness verður haldinn í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum miðvikudaginn 31.janúar kl 20:00. á efri hæð  Á dagskrá eru aðalfundarstörf skv. lögum félagsins. Félagsmenn eru hvattir til að mæta.

Þjálfaramenntun 1. og 2. stigs ÍSÍ – vorfjarnám 2018

Vorfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 12. febrúar nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur og gildir námið jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda […]

Fyrirlestur í íþróttasálfræði

Í tengslum við Sálfræðiþing 8. febrúar mun Dr. Robert Weinberg, sem er einn virtasti vísindamaður heims á sviði íþróttasálfræði og eftirsóttur fyrirlesari á alþjóðavettvangi, halda fyrirlestur á Hilton Reykjavík Nordica.  Robert Weinberg hefur samið fjölmörg rit og er meðal annars annar höfunda söluhæstu kennslubókar um íþróttasálfræði í heiminum, „The Foundations of Sport and Exercise Psychology“. […]

Lífshlaupið 2018 hefst 31. janúar

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst […]

Minningasjóður Arnars Dórs fer vel af stað

Rúmlega tvær milljónir og eitthundrað þúsund krónur söfnuðust í minningarsjóð Arnars Dórs í átaki sem Þórður Már Gylfason og fyrirtæki hans, Sansa, kom af stað í samvinnu við Team ’79 og ÍA. Skagamenn tóku gríðarlega vel í framtakið og náðu að safna þessari upphæð á rúmum tveimur vikum. Söfnuninni er þó ekki hætt og verður […]