Í tengslum við Sálfræðiþing 8. febrúar mun Dr. Robert Weinberg, sem er einn virtasti vísindamaður heims á sviði íþróttasálfræði og eftirsóttur fyrirlesari á alþjóðavettvangi, halda fyrirlestur á Hilton Reykjavík Nordica.
Robert Weinberg hefur samið fjölmörg rit og er meðal annars annar höfunda söluhæstu kennslubókar um íþróttasálfræði í heiminum, „The Foundations of Sport and Exercise Psychology“. Bókin hefur verið notuð í kennslu um áraraðir við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Róbert Weinberg hefur unnið með fjölda íþróttafólks í fremstu röð, m.a. fyrir bandaríska Ólympíusambandið og fengið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín. Hann hefur mikið fjallað um hugtakið „mental toughness“ í tengslum við íþróttir og önnur verkefni sem byggja á frammistöðu.
Staður: Hilton Reykjavík Nordica
Stund: kl. 9:00 – 12:00, 8. febrúar 2018
Verð: kr. 10.000 (veitingar innifaldar), reikningar verða sendir í heimabanka
Skráning: hér