ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Minningasjóður Arnars Dórs fer vel af stað

Minningasjóður Arnars Dórs fer vel af stað

20/01/18

adh afhending

Rúmlega tvær milljónir og eitthundrað þúsund krónur söfnuðust í minningarsjóð Arnars Dórs í átaki sem Þórður Már Gylfason og fyrirtæki hans, Sansa, kom af stað í samvinnu við Team ’79 og ÍA. Skagamenn tóku gríðarlega vel í framtakið og náðu að safna þessari upphæð á rúmum tveimur vikum. Söfnuninni er þó ekki hætt og verður áfram hægt að leggja inn á sjóðinn, reikningsnúmer er 552-14-350047, kt: 670169-2199.

ÍA mun hafa umsjón með minningarsjóðnum og verður úthlutað úr sjóðnum einu sinni á ári og styrkja þau aðildarfélög ÍA sem hann tengdist, þ.e. golf, fótbolta og kraftlyftingar.
 
Allir aðstendendur söfnunarinnar þakka Skagamönnum og öðrum stuðningsaðilum kærlega fyrir stuðninginn sem mun bæði koma íþróttum á Akranesi til góða en einnig halda á lofti nafni þess mikla öðlings og dygga stuðningsmanns ÍA sem Arnar Dór var.
 

Rúmlega 2 millj. kr. í minningarsjóð Arnars Dórs

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content